„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. desember 2024 21:44 Hættulegt er að fara of nálægt íshrönnunum á og við Ölfusá. Ísinn er óstöðugur og getur brotnað fari maður ofan á hann. LÖGREGLAN Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. Þar er fólk í nágrenni svæðisins beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar telji það ís eða vatn farið að nálgast garða eða húsnæði. Þau sem eru með kjallara undir húsum sínum eru einnig beðin um að fylgjast með ástandinu í þeim. Von á veðrabrigðum „Enn er farvegur Ölfusár fullur af ís frá ósum og allt upp fyrir Ölfusárbrú. Einstaka íslausar vakir eru á ánni. Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís við Básinn og upp fyrir brú, að Jóruklett,“ segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands fyrr í kvöld. Magnað er að sjá ísmagnið sem nú er á Ölfusá.ENSU Þar kemur einnig fram að vatnshæðarmælirinn hafi farið upp í 4,99 metra um klukkan 15 í dag en hafi lækkað um einhverja tugi sentímetra síðan þá. Þetta hafi leitt til þess að vatn tók að renna utan við brúarstöpulinn á austanverðu og einnig yfir malbikaðan göngustíg neðan við Bakkahverfið á Selfossi. Þetta sé hæsta vatnsstaða sem mælst hefur í ánni við Selfoss í mörg ár. „Von er á veðrabrigðum seinni partinn á morgun og fylgir þeim skammvinn hlýindi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að áin nái að ryðja af sér einhverjum ís í kjölfar þess,“ segir einnig í færslunni. Íshrannirnar hafi laðað að heimamenn og fleiri og er bent á að það sé stórhættulegt að ganga upp á ísinn. Aðstæður við árbakkann geti einnig breyst mjög hratt og því mikilvægt að vera ekki upp við hrannirnar. Það er býsna fallegt við Ölfusána þegar hún er svona þakin ís.ENSU Árborg Lögreglumál Slysavarnir Veður Ölfus Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. Þar er fólk í nágrenni svæðisins beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar telji það ís eða vatn farið að nálgast garða eða húsnæði. Þau sem eru með kjallara undir húsum sínum eru einnig beðin um að fylgjast með ástandinu í þeim. Von á veðrabrigðum „Enn er farvegur Ölfusár fullur af ís frá ósum og allt upp fyrir Ölfusárbrú. Einstaka íslausar vakir eru á ánni. Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís við Básinn og upp fyrir brú, að Jóruklett,“ segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands fyrr í kvöld. Magnað er að sjá ísmagnið sem nú er á Ölfusá.ENSU Þar kemur einnig fram að vatnshæðarmælirinn hafi farið upp í 4,99 metra um klukkan 15 í dag en hafi lækkað um einhverja tugi sentímetra síðan þá. Þetta hafi leitt til þess að vatn tók að renna utan við brúarstöpulinn á austanverðu og einnig yfir malbikaðan göngustíg neðan við Bakkahverfið á Selfossi. Þetta sé hæsta vatnsstaða sem mælst hefur í ánni við Selfoss í mörg ár. „Von er á veðrabrigðum seinni partinn á morgun og fylgir þeim skammvinn hlýindi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að áin nái að ryðja af sér einhverjum ís í kjölfar þess,“ segir einnig í færslunni. Íshrannirnar hafi laðað að heimamenn og fleiri og er bent á að það sé stórhættulegt að ganga upp á ísinn. Aðstæður við árbakkann geti einnig breyst mjög hratt og því mikilvægt að vera ekki upp við hrannirnar. Það er býsna fallegt við Ölfusána þegar hún er svona þakin ís.ENSU
Árborg Lögreglumál Slysavarnir Veður Ölfus Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira