Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 21:36 Sigmundur Davíð og Bjarni sögðust báðir auðveldlega geta myndað ríkisstjórn en eðlilegt væri að Kristrún fengi fyrst tækifæri til að gera það. Samfylkingin sé stærsti flokkurinn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir. Sigmundur Davíð og Bjarni ræddu við Heimi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir það. Það sé eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboðið en það sé eðlilegt að forsetinn viti það fyrir fram ef það sé hægt að mynda ríkisstjórn strax. „Ég er ekki að biðja um að fá umboðið þó ég gæti örugglega farið vel með það og gert eitt og annað. Það eiginlega blasir við að Kristrún fái stjórnarmyndunarumboð, bæði sem formaður stærsta flokksins og formaður þess flokks sem bætti mestu við sig,“ segir Sigmundur en bendir þó á að Miðflokkurinn hafi bætt hlutfallslega mestu við sig. Gæti myndað ríkisstjórn á níu dögum Fengi hann sjálfur umboðið segist hann geta myndað ríkisstjórn á sjö til níu dögum. Bjarni segir það séríslenskt að flokkar skuldbindi sig ekki í blokkir fyrir kosningar en það tíðkist ekki hér. Þó svo að flokkunum fækki þá sé enn verið að reyna að máta saman flokka. Sem dæmi sé hann með tillögur að átta ríkisstjórnum á blaði og í sjö þeirra sé „flokkurinn sem galt afhroð", sem sé flokkur hans. Sigmundur vill ekki spá fyrir um hverjir verði í ríkisstjórn en segist vona að hún verði borgaraleg. Bjarni segir mikilvægt að mynda borgaralega ríkisstjórn. Hvort hann myndi vilja með Samfylkingu þá sjái hann dæmið ekki endilega ganga upp. Bjarni segist ekki ætla í aðra ríkisstjórn þar sem flokkar sigla í öfuga átt. Þorgerður Katrín segist vilja frjálslynda miðjustjórn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Sigmundur Davíð og Bjarni ræddu við Heimi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir það. Það sé eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboðið en það sé eðlilegt að forsetinn viti það fyrir fram ef það sé hægt að mynda ríkisstjórn strax. „Ég er ekki að biðja um að fá umboðið þó ég gæti örugglega farið vel með það og gert eitt og annað. Það eiginlega blasir við að Kristrún fái stjórnarmyndunarumboð, bæði sem formaður stærsta flokksins og formaður þess flokks sem bætti mestu við sig,“ segir Sigmundur en bendir þó á að Miðflokkurinn hafi bætt hlutfallslega mestu við sig. Gæti myndað ríkisstjórn á níu dögum Fengi hann sjálfur umboðið segist hann geta myndað ríkisstjórn á sjö til níu dögum. Bjarni segir það séríslenskt að flokkar skuldbindi sig ekki í blokkir fyrir kosningar en það tíðkist ekki hér. Þó svo að flokkunum fækki þá sé enn verið að reyna að máta saman flokka. Sem dæmi sé hann með tillögur að átta ríkisstjórnum á blaði og í sjö þeirra sé „flokkurinn sem galt afhroð", sem sé flokkur hans. Sigmundur vill ekki spá fyrir um hverjir verði í ríkisstjórn en segist vona að hún verði borgaraleg. Bjarni segir mikilvægt að mynda borgaralega ríkisstjórn. Hvort hann myndi vilja með Samfylkingu þá sjái hann dæmið ekki endilega ganga upp. Bjarni segist ekki ætla í aðra ríkisstjórn þar sem flokkar sigla í öfuga átt. Þorgerður Katrín segist vilja frjálslynda miðjustjórn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02
„En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45
Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent