Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 2. desember 2024 10:02 Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun