Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 2. desember 2024 10:02 Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun