Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2024 10:57 Björn Leví segir þessa mynd lýsa ágætlega veru sinni á þingi, en honum þyki einfaldlega þægilegra að vera skólaus innandyra. Það olli hins vegar uppnámi meðal íhaldssamari þingmanna en þetta var ekki vegna virðingarleysis fyrir Alþingi, að sögn Björns sjálfs. vísir/vilhelm Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira