„Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2024 12:32 Jóhanna Dröfn segir áhrifin hafa verið töluverð af verkfalli á leikskóla dóttur hennar. Samsett Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný. Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Verkfall hefst á ný 1. febrúar ef ekki verður búið að undirrita nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og hefur skólastarf legið niðri ótímabundið eða tímabundið í annan tug leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla á þessum tíma. Misjafnt er eftir skólum hvort kennsla hefjist á ný í dag eða morgun. Þannig verður dagurinn nýttur í endurskipulagningu skólastarfsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nemendur mæta ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið. Á Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík var hins vegar nóg að gera í morgun þegar börnin þar mættu aftur í leikskólann. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir er móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum. „Hún fór í leikskólann í morgun alsæl og við náttúrulega öll ótrúlega glöð að þetta sé búið í bili. Maður finnur það bara núna hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla síðustu vikurnar og maður er einhvern veginn í spennufalli. Þessi óvissa var náttúrulega mjög mjög óþægileg. Þannig að við erum alsæl.“ Jóhanna á von á sínu öðru barni og á verkfall að hefjast á ný á settum degi hjá henni ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. „Maður náttúrulega vonar innilega samningsaðilar sitji núna dag og nótt við samningaborðið að reyna að klára þetta áður en að þessi frestun rennur út. Ég trúi ekki öðru en að þetta leysist fyrir lok janúar.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Verkfall hefst á ný 1. febrúar ef ekki verður búið að undirrita nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og hefur skólastarf legið niðri ótímabundið eða tímabundið í annan tug leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla á þessum tíma. Misjafnt er eftir skólum hvort kennsla hefjist á ný í dag eða morgun. Þannig verður dagurinn nýttur í endurskipulagningu skólastarfsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nemendur mæta ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið. Á Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík var hins vegar nóg að gera í morgun þegar börnin þar mættu aftur í leikskólann. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir er móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum. „Hún fór í leikskólann í morgun alsæl og við náttúrulega öll ótrúlega glöð að þetta sé búið í bili. Maður finnur það bara núna hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla síðustu vikurnar og maður er einhvern veginn í spennufalli. Þessi óvissa var náttúrulega mjög mjög óþægileg. Þannig að við erum alsæl.“ Jóhanna á von á sínu öðru barni og á verkfall að hefjast á ný á settum degi hjá henni ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. „Maður náttúrulega vonar innilega samningsaðilar sitji núna dag og nótt við samningaborðið að reyna að klára þetta áður en að þessi frestun rennur út. Ég trúi ekki öðru en að þetta leysist fyrir lok janúar.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36