Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar 2. desember 2024 15:31 Ég er stolt af því að búa í samfélagi sem krefst breytinga, samfélagi sem vill betri velferð, jafnrétti og frelsi fyrir alla – líka fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri og hinn almenni borgari. Ég er ekki sérfræðingur í pólitík, en sem heilbrigðisstarfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu og móðir barns með fötlun skipta málefni velferðar- og menntakerfisins mig djúpt. Ég þrái að búa í samfélagi þar sem sonur minn fær jöfn tækifæri til menntunar og þjónustu sem hentar hans þörfum. Ég vil tryggja að hann verði ekki jaðarsettur, heldur fái að blómstra og verða samþykktur eins og hann er. Ég vil samfélag sem gerir öllum kleift að mennta sig, eignast heimili og lifa af launum sínum. Eftir 6 ára háskólanám og 13 ára starfsreynslu ætti það að vera raunhæft – en það er ekki staðan í dag. Ég vil náungakærleika. Ég vil samfélag sem hugsar um börnin og ungmennin, heilbrigðiskerfið og starfsfólkið sem heldur því uppi. Ég vil samfélag þar sem allir eru jafnir, óháð uppruna, stöðu eða bakgrunni. Við berum ábyrgð á því hvernig við tölum og hugsum um innflytjendur. Samfélagið okkar á að vera fyrir alla. Börn hælisleitenda eiga rétt á lífi án jaðarsetningar, rétt eins og börnin mín. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð og fjalla um þessi mál á uppbyggilegan hátt. Ég veit að við höfum ólíkar skoðanir, en ég trúi því að allir – sama úr hvaða flokki þeir koma – vilji það sama í grunninn: samfélag þar sem jöfnuður og kærleikur eru í forgrunni. Takk fyrir mig. Valgerður Bára, móðir fjögurra barna og geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að búa í samfélagi sem krefst breytinga, samfélagi sem vill betri velferð, jafnrétti og frelsi fyrir alla – líka fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri og hinn almenni borgari. Ég er ekki sérfræðingur í pólitík, en sem heilbrigðisstarfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu og móðir barns með fötlun skipta málefni velferðar- og menntakerfisins mig djúpt. Ég þrái að búa í samfélagi þar sem sonur minn fær jöfn tækifæri til menntunar og þjónustu sem hentar hans þörfum. Ég vil tryggja að hann verði ekki jaðarsettur, heldur fái að blómstra og verða samþykktur eins og hann er. Ég vil samfélag sem gerir öllum kleift að mennta sig, eignast heimili og lifa af launum sínum. Eftir 6 ára háskólanám og 13 ára starfsreynslu ætti það að vera raunhæft – en það er ekki staðan í dag. Ég vil náungakærleika. Ég vil samfélag sem hugsar um börnin og ungmennin, heilbrigðiskerfið og starfsfólkið sem heldur því uppi. Ég vil samfélag þar sem allir eru jafnir, óháð uppruna, stöðu eða bakgrunni. Við berum ábyrgð á því hvernig við tölum og hugsum um innflytjendur. Samfélagið okkar á að vera fyrir alla. Börn hælisleitenda eiga rétt á lífi án jaðarsetningar, rétt eins og börnin mín. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð og fjalla um þessi mál á uppbyggilegan hátt. Ég veit að við höfum ólíkar skoðanir, en ég trúi því að allir – sama úr hvaða flokki þeir koma – vilji það sama í grunninn: samfélag þar sem jöfnuður og kærleikur eru í forgrunni. Takk fyrir mig. Valgerður Bára, móðir fjögurra barna og geðhjúkrunarfræðingur.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar