Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2024 07:35 Klak Níu teymi kynntu verkefni sín á sviði ferðaþjónustu í viðskiptahraðalnum Startup Tourism 2024 á Hótel Reykjavík Natura í síðustu viku þar sem saman var kominn hópur fjárfesta og bakhjarla. Hraðallinn er nú haldinn í fyrsta sinn síðan 2019 en það er Klak – Icelandic Startups sem stendur fyrir honum. Í tilkynningu er haft eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak, að það sjáist greinilega að þrátt fyrir að Ísland sé svona framarlega í heiminum í ferðaþjónustu er sannarlega rúm til framfara þegar skapandi fólk komi saman með reynsluboltum í greininni. Teymin níu sem kynntu afraksturinn eru: Iceland Cover Verkefnið snýst um að gefa erlendum ferðamönnum færi á að leigja sér góðan útivistarfatnað á hagkvæmu verði á meðan á dvöl sinni stendur. Alheimur Alheimur er vísindasetur sem inniheldur gagnvirkt og áhugavert efni um eðli vísinda og tækni. Í Alheimi er skemmtun og fræðsla samþætt svo upplifun verði einstök. PickMeUp PMU er sérsniðinn hugbúnaður fyrir ferðaþjónustu sem eykur utanumhald í skutlþjónustu fyrir ferðamenn. Notandinn getur nýtt sér leiðarvísi sem auðveldar honum að finna sína stoppistöð og tryggir að hann sé á réttum stað. Innstimplunin sýnir fram á að kúnninn hafi verið mættur á réttum tíma og réttum stað ef svo skyldi að rútan færi án hans. Guyde Guyde er raddstýrt leiðsöguapp sem, með hjálp spunagreindar og talgervilstækni, veitir ferðalöngum á einka- og bílaleigubílum félagsskap og leiðsögn í samræmi við staðsetningu þeirra og persónulegar óskir. NordTemp Norræn atvinnumiðstöð sem tengir fyrirtæki í ferðaþjónustu við hæft starfsfólk. Vettvangurinn straumlínulagar ráðningarferli fyrir störf þar sem vinnutími og vaktir eru sveigjanlegar og tryggir að fyrirtæki geti fljótt fundið hæft starfsfólk þegar þau þurfa mest á því að halda. HotSheep HotSheep einbeitir sér að svokölluðum last-minute bókunum á upplifunum. Fyllt er upp í ferðir með því að bjóða hvetjandi afslætti þegar það er stutt í brottför. Með þessu fær ferðaskipuleggjandinn betri nýtingu og ferðamaðurinn fær betra verð. Adventure Tours Adventure Tours áforma að gera nýjan áfangastað á Suðurlandi, nánar tiltekið Reynisfjall við Vík í Mýrdal. Ætlunin er að bæta aðgengi og öryggi með merkingum og stikum fyrir hjóla og göngufólk. Bæta aðgengi með rútuferðum uppi á fjall. (líka fyrir hreyfihamlaða) Bæta öryggi með því að hafa áningarstað upp á fjalli með salerni og veitingum. Snotra Sustainability Snotra er að þróa gervigreindarlausn byggða á SaaS til að styrkja ferðaþjónustuna, tryggja samræmi við sjálfbærnistefnu ESB og iðnaðarstaðla með gagnasöfnun og dreifðri, gagnvirkri þjálfun sem miðar að því að auka heildarþátttöku í sjálfbærni í ferðaþjónustu. True Arctic Travel True Arctic Travel ferðaþjónusta miðar að því að ferðafólk geti notið Artískrar náttúru (Norðurslóða) og ferðalaga þar með sjálfbærum hætti og án þess að skapa átroðning á þeim stöðum sem ferðast er um. Hægt er að horfa á kynningarnar á vef verkefnisins. Klak Klak Nýsköpun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira
Hraðallinn er nú haldinn í fyrsta sinn síðan 2019 en það er Klak – Icelandic Startups sem stendur fyrir honum. Í tilkynningu er haft eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak, að það sjáist greinilega að þrátt fyrir að Ísland sé svona framarlega í heiminum í ferðaþjónustu er sannarlega rúm til framfara þegar skapandi fólk komi saman með reynsluboltum í greininni. Teymin níu sem kynntu afraksturinn eru: Iceland Cover Verkefnið snýst um að gefa erlendum ferðamönnum færi á að leigja sér góðan útivistarfatnað á hagkvæmu verði á meðan á dvöl sinni stendur. Alheimur Alheimur er vísindasetur sem inniheldur gagnvirkt og áhugavert efni um eðli vísinda og tækni. Í Alheimi er skemmtun og fræðsla samþætt svo upplifun verði einstök. PickMeUp PMU er sérsniðinn hugbúnaður fyrir ferðaþjónustu sem eykur utanumhald í skutlþjónustu fyrir ferðamenn. Notandinn getur nýtt sér leiðarvísi sem auðveldar honum að finna sína stoppistöð og tryggir að hann sé á réttum stað. Innstimplunin sýnir fram á að kúnninn hafi verið mættur á réttum tíma og réttum stað ef svo skyldi að rútan færi án hans. Guyde Guyde er raddstýrt leiðsöguapp sem, með hjálp spunagreindar og talgervilstækni, veitir ferðalöngum á einka- og bílaleigubílum félagsskap og leiðsögn í samræmi við staðsetningu þeirra og persónulegar óskir. NordTemp Norræn atvinnumiðstöð sem tengir fyrirtæki í ferðaþjónustu við hæft starfsfólk. Vettvangurinn straumlínulagar ráðningarferli fyrir störf þar sem vinnutími og vaktir eru sveigjanlegar og tryggir að fyrirtæki geti fljótt fundið hæft starfsfólk þegar þau þurfa mest á því að halda. HotSheep HotSheep einbeitir sér að svokölluðum last-minute bókunum á upplifunum. Fyllt er upp í ferðir með því að bjóða hvetjandi afslætti þegar það er stutt í brottför. Með þessu fær ferðaskipuleggjandinn betri nýtingu og ferðamaðurinn fær betra verð. Adventure Tours Adventure Tours áforma að gera nýjan áfangastað á Suðurlandi, nánar tiltekið Reynisfjall við Vík í Mýrdal. Ætlunin er að bæta aðgengi og öryggi með merkingum og stikum fyrir hjóla og göngufólk. Bæta aðgengi með rútuferðum uppi á fjall. (líka fyrir hreyfihamlaða) Bæta öryggi með því að hafa áningarstað upp á fjalli með salerni og veitingum. Snotra Sustainability Snotra er að þróa gervigreindarlausn byggða á SaaS til að styrkja ferðaþjónustuna, tryggja samræmi við sjálfbærnistefnu ESB og iðnaðarstaðla með gagnasöfnun og dreifðri, gagnvirkri þjálfun sem miðar að því að auka heildarþátttöku í sjálfbærni í ferðaþjónustu. True Arctic Travel True Arctic Travel ferðaþjónusta miðar að því að ferðafólk geti notið Artískrar náttúru (Norðurslóða) og ferðalaga þar með sjálfbærum hætti og án þess að skapa átroðning á þeim stöðum sem ferðast er um. Hægt er að horfa á kynningarnar á vef verkefnisins. Klak Klak
Nýsköpun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira