Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 13:31 Ómar Ingi Magnússon var fyrirliði íslenska landsliðsins í leikjunum gegn Bosníu og Georgíu. vísir/anton Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það mikið högg ef Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á HM í næsta mánuði. Hann er samt ekki tilbúinn að útiloka þátttöku hans á mótinu. Ómar Ingi sneri sig illa á ökkla í sigri Magdeburg á Bietigheim á sunnudaginn. Hann var borinn af velli og í dag greindi Magdeburg frá því að hann yrði frá næstu þrjá mánuðina. Samkvæmt því er HM úr sögunni hjá Selfyssingnum. „Ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi. Ég heyrði strax í honum eftir að þetta gerðist og var líka í sambandi við hann í gær. Hakan fór ekkert í gólfið þegar niðurstaðan kom. Það segir sjálft að þetta er högg og leiðinlegt en ekkert við því að gera. Þetta er bara gangur leiksins og getur gerst,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi í dag. „Það er ekkert leyndarmál að Ómar er búinn að vera í öllum þeim landsliðshópum sem ég hef valið og er lykilmaður. Ég hef viljað hafa hann sem lykilmann og hann kemur fyrir í mörgum vangaveltum. Auðvitað þarf ég að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. Viggó [Kristjánsson] er líka alltaf búinn að vera með okkur og hefur reynst mér og liðinu frábærlega. Ég er alveg rólegur hvað það varðar en auðvitað er þetta alltaf missir. En að því sögðu ætla ég ekki alveg að útiloka hann.“ Bíddu, bíddu. Koma þá fleyg orð Lloyds Christmas upp í hausinn: Ertu að segja mér að það sé séns? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nFTRwD85AQ4">watch on YouTube</a> „Þetta er tiltölulega nýskeð og undraverðir hlutir geta gerst. Hann verður pottþétt ekki í hópnum sem ég tilkynni fyrst. Það getur allt gerst. Batinn getur verið svo mismunandi,“ sagði Snorri Steinn. „Okkar læknar eiga eftir að skoða myndirnar og allt þetta. Þetta er enn nýskeð.“ Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með íslenska landsliðið á annað stórmótið eftir að hann tók við því.vísir/anton Hvort sem Ómar verður með eða ekki, þá breyta meiðsli Ómars landslaginu aðeins fyrir Snorra. „Mínar vangaveltur og pælingar um HM þurfa að snúast um eitthvað annað en Ómar núna. Auðvitað snerist þetta ekki allt um hann en það segir sig auðvitað sjálft að þegar einn besti handboltamaður í heiminum meiðist breytir það dýnamíkinni,“ sagði Snorri Steinn. Hann á von á því að velja æfingahóp fyrir HM um miðjan desember. Landsliðið kemur svo saman til æfinga milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum tveimur dögum seinna. Auk Ómars og Viggós voru þrjár aðrar örvhentar skyttur í stóra HM-hópnum: Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson og Arnór Snær Óskarsson. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða núna,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvort hann muni hafa fleiri örvhentar skyttur í æfingahópnum en ella vegna meiðsla Ómars Inga. „Ómar og Viggó hafa virkað vel saman þrátt fyrir að vera ekki mjög ólíkir. Ég hef verið mjög ánægður með þá og gengið vel að mínu mati. Við þurfum að sjá hvað við viljum og hvernig við nálgumst þetta.“ Ómar Ingi hefur skorað 317 mörk í 88 landsleikjum.vísir/anton En þótt vonin sé enn til staðar veit Snorri Steinn að meiri líkur en minni séu á því að Ómar verði ekki með á HM. „Auðvitað veit ég hver staðan er. Það eru minni líkur en meiri en ég er ekki tilbúinn að útiloka, að því gefnu að við komumst áfram, að hann geti á einhverjum tímapunkti tekið þátt á HM.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
Ómar Ingi sneri sig illa á ökkla í sigri Magdeburg á Bietigheim á sunnudaginn. Hann var borinn af velli og í dag greindi Magdeburg frá því að hann yrði frá næstu þrjá mánuðina. Samkvæmt því er HM úr sögunni hjá Selfyssingnum. „Ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi. Ég heyrði strax í honum eftir að þetta gerðist og var líka í sambandi við hann í gær. Hakan fór ekkert í gólfið þegar niðurstaðan kom. Það segir sjálft að þetta er högg og leiðinlegt en ekkert við því að gera. Þetta er bara gangur leiksins og getur gerst,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi í dag. „Það er ekkert leyndarmál að Ómar er búinn að vera í öllum þeim landsliðshópum sem ég hef valið og er lykilmaður. Ég hef viljað hafa hann sem lykilmann og hann kemur fyrir í mörgum vangaveltum. Auðvitað þarf ég að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. Viggó [Kristjánsson] er líka alltaf búinn að vera með okkur og hefur reynst mér og liðinu frábærlega. Ég er alveg rólegur hvað það varðar en auðvitað er þetta alltaf missir. En að því sögðu ætla ég ekki alveg að útiloka hann.“ Bíddu, bíddu. Koma þá fleyg orð Lloyds Christmas upp í hausinn: Ertu að segja mér að það sé séns? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nFTRwD85AQ4">watch on YouTube</a> „Þetta er tiltölulega nýskeð og undraverðir hlutir geta gerst. Hann verður pottþétt ekki í hópnum sem ég tilkynni fyrst. Það getur allt gerst. Batinn getur verið svo mismunandi,“ sagði Snorri Steinn. „Okkar læknar eiga eftir að skoða myndirnar og allt þetta. Þetta er enn nýskeð.“ Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með íslenska landsliðið á annað stórmótið eftir að hann tók við því.vísir/anton Hvort sem Ómar verður með eða ekki, þá breyta meiðsli Ómars landslaginu aðeins fyrir Snorra. „Mínar vangaveltur og pælingar um HM þurfa að snúast um eitthvað annað en Ómar núna. Auðvitað snerist þetta ekki allt um hann en það segir sig auðvitað sjálft að þegar einn besti handboltamaður í heiminum meiðist breytir það dýnamíkinni,“ sagði Snorri Steinn. Hann á von á því að velja æfingahóp fyrir HM um miðjan desember. Landsliðið kemur svo saman til æfinga milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum tveimur dögum seinna. Auk Ómars og Viggós voru þrjár aðrar örvhentar skyttur í stóra HM-hópnum: Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson og Arnór Snær Óskarsson. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða núna,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvort hann muni hafa fleiri örvhentar skyttur í æfingahópnum en ella vegna meiðsla Ómars Inga. „Ómar og Viggó hafa virkað vel saman þrátt fyrir að vera ekki mjög ólíkir. Ég hef verið mjög ánægður með þá og gengið vel að mínu mati. Við þurfum að sjá hvað við viljum og hvernig við nálgumst þetta.“ Ómar Ingi hefur skorað 317 mörk í 88 landsleikjum.vísir/anton En þótt vonin sé enn til staðar veit Snorri Steinn að meiri líkur en minni séu á því að Ómar verði ekki með á HM. „Auðvitað veit ég hver staðan er. Það eru minni líkur en meiri en ég er ekki tilbúinn að útiloka, að því gefnu að við komumst áfram, að hann geti á einhverjum tímapunkti tekið þátt á HM.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn