Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2024 21:06 Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem var alsæl í morgun þegar hún tók á móti nemendum eftir verkfallið síðustu vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það ríkti mikil ánægja hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í morgun þegar þau gátu loksins mætt aftur í skólann eftir nokkra vikna verkfall kennara. Skólameistari skólans trúir ekki öðru en að samið verði við kennara en verkfallinu var bara aflýst. Nemendur klöppuðu í sal skólans í morgun þegar skólameistari hafði tekið á móti þeim og farið yfir næstu daga í skólanum og næstu önn. Vel yfir þúsund nemendur eru í skólanum af öllu Suðurlandi. Nú verður kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar. „Það var dásamlegt að sjá alla þessa krakka koma í skólann, það gladdi mitt litla hjarta. Ég vona svo sannarlega að nemendur skili sér í skólann eftir verkfallið en við vitum það ekki enn þá en ég vona svo sannarlega að, sem flestir skili sér, ég hef trú á því,“ segir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari. Og vorönnin, hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Við náðum að halda henni þannig að hún er óskert með tilliti til fjölda kennsludaga, þannig að ég held að það sé til mikils unnið með því.“ Í máli Soffíu kom m.a. fram að nú verði kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú hefur verkfallinu bara verið aflýst. Á Soffía von á því að það verði aftur verkfall? „Ég vona svo sannarlega að samningar náist á þessum tíma, ég bara trúi ekki öðru,“ segir Soffía. Það var góð stemming í skólanum í morgun þegar nemendur mættu. Kennarar mættu til starfa í gær, 2. desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað skyldu nemendur segja, hvernig fannst þeim að mæta aftur í skólann? „Bara mjög vel, það er bara fínt. Við vorum bara að vinna, þetta var bara mjög fínt,“ segja vinirnir Benjamín Ágústsson og Arnar Bjarki Ásgeirsson. Benjamín Ágústsson (t.h.) og Arnar Bjarki Ásgeirsson, nemendur við skólann, sem voru brattir í morgun og ánægðir með að skólinn væri að byrja aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svolítið erfitt að fara í rútínuna aftur, það var ekki erfitt að vakna í morgun. Við vorum bara að vinna og æfa og eitthvað þannig,“ segja vinkonurnar Amelía Ósk Atladóttir og Þóranna Eir Júlíusdóttir. Amelía Ósk Atladóttir (t.v.) og Þóranna Eir Júlíusdóttir nemendur við skólann, sem sögðu að það væri kannski erfiðast núna að komast aftur í rútínuna eftir verkfallið en báðar eru þær mjög ánægðir með að það sé búið að aflýsa verkfallinu í tvo mánuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Árborg Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira
Nemendur klöppuðu í sal skólans í morgun þegar skólameistari hafði tekið á móti þeim og farið yfir næstu daga í skólanum og næstu önn. Vel yfir þúsund nemendur eru í skólanum af öllu Suðurlandi. Nú verður kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar. „Það var dásamlegt að sjá alla þessa krakka koma í skólann, það gladdi mitt litla hjarta. Ég vona svo sannarlega að nemendur skili sér í skólann eftir verkfallið en við vitum það ekki enn þá en ég vona svo sannarlega að, sem flestir skili sér, ég hef trú á því,“ segir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari. Og vorönnin, hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Við náðum að halda henni þannig að hún er óskert með tilliti til fjölda kennsludaga, þannig að ég held að það sé til mikils unnið með því.“ Í máli Soffíu kom m.a. fram að nú verði kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú hefur verkfallinu bara verið aflýst. Á Soffía von á því að það verði aftur verkfall? „Ég vona svo sannarlega að samningar náist á þessum tíma, ég bara trúi ekki öðru,“ segir Soffía. Það var góð stemming í skólanum í morgun þegar nemendur mættu. Kennarar mættu til starfa í gær, 2. desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað skyldu nemendur segja, hvernig fannst þeim að mæta aftur í skólann? „Bara mjög vel, það er bara fínt. Við vorum bara að vinna, þetta var bara mjög fínt,“ segja vinirnir Benjamín Ágústsson og Arnar Bjarki Ásgeirsson. Benjamín Ágústsson (t.h.) og Arnar Bjarki Ásgeirsson, nemendur við skólann, sem voru brattir í morgun og ánægðir með að skólinn væri að byrja aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svolítið erfitt að fara í rútínuna aftur, það var ekki erfitt að vakna í morgun. Við vorum bara að vinna og æfa og eitthvað þannig,“ segja vinkonurnar Amelía Ósk Atladóttir og Þóranna Eir Júlíusdóttir. Amelía Ósk Atladóttir (t.v.) og Þóranna Eir Júlíusdóttir nemendur við skólann, sem sögðu að það væri kannski erfiðast núna að komast aftur í rútínuna eftir verkfallið en báðar eru þær mjög ánægðir með að það sé búið að aflýsa verkfallinu í tvo mánuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Árborg Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira