Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2024 22:10 Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, er kát með eldsneytissparnaðinn sem fylgir nýju flugvélinni fyrir aftan. Egill Aðalsteinsson Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24