Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 11:11 Strikað var yfir nafn Höllu Hrundar 192 sinnum en Karl Gauti fékk 146 útstrikanir. Næsti maður á lista fékk rúmlega hundrað færri útstrikanir. Vísir/Ívar/Vilhelm Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15 Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17