Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2024 16:11 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ægir Karl Ægisson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. KÍ Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum strax í febrúar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu skólans og vísað orðrétt til tilkynningar sem skólanum barst frá fyrrnefndum stjórnum og samninganefndum. Verkfall hófst í skólanum þann 29. október og stóð í fjóra og hálfa viku. 24 kennsludagar féllu niður. Fram kom í máli Soffíu Sveinsdóttur skólameistara á dögunum að búið væri að gera drög að skóladagatali út önnina. Kennsla muni standa yfir til 20. desember en átti áður en til verkfallsins kom að ljúka þann 11. desember. Verkfallsaðgerðirnar sem hófstu í lok október fóru fram í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum tónlistarskóla og einum fjölbrautarskóla, Fjölbrautarskóla Suðurlands. Þótti nemendum og forráðamönnum barna í skólunum ósanngjarnt að verkfallsaðgerðir beindust að einstökum skólum og þannig væri börnum mismunað. Umboðsmaður barna komst að þeirri niðurstöðu að verkfallið mismunaði börnum varðandi rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn væri óumdeildur en á sama tíma væri skólaskylda og börn ættu stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ sagði í yfirlýsingu embættisins. Foreldrar barna á leikskólum sem nýafstaðnar verkfallsaðgerðir beinast að hafa gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Ekki liggur fyrir hvort verkfall hefjist aftur á þeim leikskólum náist ekki samkomulag en verkföllin á leikskólunum voru ólíkt hinum ótímabundin. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Árborg Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. 18. nóvember 2024 21:02 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Fleiri fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Sjá meira
Þetta kemur fram á Facebook-síðu skólans og vísað orðrétt til tilkynningar sem skólanum barst frá fyrrnefndum stjórnum og samninganefndum. Verkfall hófst í skólanum þann 29. október og stóð í fjóra og hálfa viku. 24 kennsludagar féllu niður. Fram kom í máli Soffíu Sveinsdóttur skólameistara á dögunum að búið væri að gera drög að skóladagatali út önnina. Kennsla muni standa yfir til 20. desember en átti áður en til verkfallsins kom að ljúka þann 11. desember. Verkfallsaðgerðirnar sem hófstu í lok október fóru fram í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum tónlistarskóla og einum fjölbrautarskóla, Fjölbrautarskóla Suðurlands. Þótti nemendum og forráðamönnum barna í skólunum ósanngjarnt að verkfallsaðgerðir beindust að einstökum skólum og þannig væri börnum mismunað. Umboðsmaður barna komst að þeirri niðurstöðu að verkfallið mismunaði börnum varðandi rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn væri óumdeildur en á sama tíma væri skólaskylda og börn ættu stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ sagði í yfirlýsingu embættisins. Foreldrar barna á leikskólum sem nýafstaðnar verkfallsaðgerðir beinast að hafa gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Ekki liggur fyrir hvort verkfall hefjist aftur á þeim leikskólum náist ekki samkomulag en verkföllin á leikskólunum voru ólíkt hinum ótímabundin.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Árborg Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. 18. nóvember 2024 21:02 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Fleiri fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Sjá meira
Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26
Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. 18. nóvember 2024 21:02