Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2024 16:11 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ægir Karl Ægisson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. KÍ Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum strax í febrúar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu skólans og vísað orðrétt til tilkynningar sem skólanum barst frá fyrrnefndum stjórnum og samninganefndum. Verkfall hófst í skólanum þann 29. október og stóð í fjóra og hálfa viku. 24 kennsludagar féllu niður. Fram kom í máli Soffíu Sveinsdóttur skólameistara á dögunum að búið væri að gera drög að skóladagatali út önnina. Kennsla muni standa yfir til 20. desember en átti áður en til verkfallsins kom að ljúka þann 11. desember. Verkfallsaðgerðirnar sem hófstu í lok október fóru fram í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum tónlistarskóla og einum fjölbrautarskóla, Fjölbrautarskóla Suðurlands. Þótti nemendum og forráðamönnum barna í skólunum ósanngjarnt að verkfallsaðgerðir beindust að einstökum skólum og þannig væri börnum mismunað. Umboðsmaður barna komst að þeirri niðurstöðu að verkfallið mismunaði börnum varðandi rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn væri óumdeildur en á sama tíma væri skólaskylda og börn ættu stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ sagði í yfirlýsingu embættisins. Foreldrar barna á leikskólum sem nýafstaðnar verkfallsaðgerðir beinast að hafa gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Ekki liggur fyrir hvort verkfall hefjist aftur á þeim leikskólum náist ekki samkomulag en verkföllin á leikskólunum voru ólíkt hinum ótímabundin. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Árborg Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. 18. nóvember 2024 21:02 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Þetta kemur fram á Facebook-síðu skólans og vísað orðrétt til tilkynningar sem skólanum barst frá fyrrnefndum stjórnum og samninganefndum. Verkfall hófst í skólanum þann 29. október og stóð í fjóra og hálfa viku. 24 kennsludagar féllu niður. Fram kom í máli Soffíu Sveinsdóttur skólameistara á dögunum að búið væri að gera drög að skóladagatali út önnina. Kennsla muni standa yfir til 20. desember en átti áður en til verkfallsins kom að ljúka þann 11. desember. Verkfallsaðgerðirnar sem hófstu í lok október fóru fram í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum tónlistarskóla og einum fjölbrautarskóla, Fjölbrautarskóla Suðurlands. Þótti nemendum og forráðamönnum barna í skólunum ósanngjarnt að verkfallsaðgerðir beindust að einstökum skólum og þannig væri börnum mismunað. Umboðsmaður barna komst að þeirri niðurstöðu að verkfallið mismunaði börnum varðandi rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn væri óumdeildur en á sama tíma væri skólaskylda og börn ættu stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ sagði í yfirlýsingu embættisins. Foreldrar barna á leikskólum sem nýafstaðnar verkfallsaðgerðir beinast að hafa gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Ekki liggur fyrir hvort verkfall hefjist aftur á þeim leikskólum náist ekki samkomulag en verkföllin á leikskólunum voru ólíkt hinum ótímabundin.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Árborg Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. 18. nóvember 2024 21:02 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26
Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. 18. nóvember 2024 21:02