Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:03 3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Örn Bárður Jónsson Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar