Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 21:36 Feðgarnir Baldur Fritz Bjarnason og Bjarni Fritzson. Bjarni er þjálfari ÍR en Baldur markahæsti leikmaður liðsins í vetur. Hann skoraði átta mörk gegn Gróttu. vísir/bjarni Grótta og ÍR gerðu jafntefli, 29-29, í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH og Fram unnu hins vegar örugga sigra á HK og Fjölni. Baldur Fritz Bjarnason skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga sem hafa náð í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þeir eru í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar með átta stig. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex mörk fyrir ÍR, þar á meðal jöfnunarmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Hann gat tryggt ÍR-ingum sigurinn en lokaskot hans geigaði. Gamla brýnið Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Breiðhyltinga og varði átta af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig (57 prósent). Seltirningar eru í 8. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Grótta var tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en kastaði sigrinum frá sér. Sæþór Atlason var markahæstur í liði Gróttumanna með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði fimm mörk. Birkir lokaði markinu FH vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði HK örugglega að velli, 30-21. HK-ingar unnu fyrri leikinn gegn FH-ingum en sáu ekki til sólar í kvöld. FH er á toppi deildarinnar með 21 stig en HK er í 10. sætinu með átta stig. Símon Michael Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason sex. Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í markið hjá FH-ingum og varði fjórtán skot (53,8 prósent). Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK sem tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum og var aðeins með fimmtíu prósent skotnýtingu. Reynir kom að fimmtán mörkum Fram komst aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH og vann botnlið Fjölnis, 28-36. Framarar eru í 3. sæti deildarinnar með sextán stig en Fjölnismenn eru áfram með sín sex stig. Reynir Þór Stefánsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fram. Sá fyrrnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Arnór Máni Daðason og Breki Hrefn Árnason vörðu samtals sautján skot í marki Framara (37,8 prósent). Óðinn Freyr Heiðmarsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Olís-deild karla Grótta ÍR FH HK Fjölnir Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sjá meira
Baldur Fritz Bjarnason skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga sem hafa náð í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þeir eru í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar með átta stig. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex mörk fyrir ÍR, þar á meðal jöfnunarmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Hann gat tryggt ÍR-ingum sigurinn en lokaskot hans geigaði. Gamla brýnið Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Breiðhyltinga og varði átta af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig (57 prósent). Seltirningar eru í 8. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Grótta var tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en kastaði sigrinum frá sér. Sæþór Atlason var markahæstur í liði Gróttumanna með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði fimm mörk. Birkir lokaði markinu FH vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði HK örugglega að velli, 30-21. HK-ingar unnu fyrri leikinn gegn FH-ingum en sáu ekki til sólar í kvöld. FH er á toppi deildarinnar með 21 stig en HK er í 10. sætinu með átta stig. Símon Michael Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason sex. Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í markið hjá FH-ingum og varði fjórtán skot (53,8 prósent). Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK sem tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum og var aðeins með fimmtíu prósent skotnýtingu. Reynir kom að fimmtán mörkum Fram komst aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH og vann botnlið Fjölnis, 28-36. Framarar eru í 3. sæti deildarinnar með sextán stig en Fjölnismenn eru áfram með sín sex stig. Reynir Þór Stefánsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fram. Sá fyrrnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Arnór Máni Daðason og Breki Hrefn Árnason vörðu samtals sautján skot í marki Framara (37,8 prósent). Óðinn Freyr Heiðmarsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni sem hefur tapað fimm leikjum í röð.
Olís-deild karla Grótta ÍR FH HK Fjölnir Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05