Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 22:59 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/TERESA SUAREZ Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld með vantrauststillögu á franska þinginu í gær þegar bæði vinstri og hægri vængir þingsins tóku höndum saman. Var það eftir að Barnier þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. Franskir þingmenn hafa í kjölfarið kallað eftir því að Macron segi af sér og boði til kosninga. Þannig sé best að binda enda á þá pólitísku óreiðu sem einkenni Frakkland þessa dagana. Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin Macron ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld þar sem hann gagnrýndi þá þingmenn sem felldur ríkisstjórnina í gær slíkt hafði ekki gerst í Frakklandi frá 1968. Hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa tekið markvissa ákvörðun um að valda óreiðu og sagði þingmenn hafa hagað sér með óábyrgum hætti, samkvæmt frétt France24. Þá sagði Macron að sérstakt frumvarp um skattheimtu yrði lagt fyrir þingið seinna í þessum mánuði til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Síðan yrði það verk nýrrar ríkisstjórnar að semja fjárlög fyrir næsta ár. Hver sem verður fyrir valinu mun hafa það verkefni að leiða minnihlutaríkisstjórn í Frakklandi þar sem enginn flokkur eða fylking hefur meirihluta. Það tók Macron tvo mánuði að velja Barnier eftir kosningarnar í júní, þar sem flokkur forsetans missti mikið fylgi. Macron sagðist ætla að funda með pólitískum leiðtogum Frakklands á morgun með því markmiði að finna leið framávið. Í lok ræðu sinnar kallaði hann eftir visku, samstöðu og von. Áhugasamir geta séð ræðu Macrons þar sem túlkur talar ensku, hér að neðan. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld með vantrauststillögu á franska þinginu í gær þegar bæði vinstri og hægri vængir þingsins tóku höndum saman. Var það eftir að Barnier þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. Franskir þingmenn hafa í kjölfarið kallað eftir því að Macron segi af sér og boði til kosninga. Þannig sé best að binda enda á þá pólitísku óreiðu sem einkenni Frakkland þessa dagana. Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin Macron ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld þar sem hann gagnrýndi þá þingmenn sem felldur ríkisstjórnina í gær slíkt hafði ekki gerst í Frakklandi frá 1968. Hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa tekið markvissa ákvörðun um að valda óreiðu og sagði þingmenn hafa hagað sér með óábyrgum hætti, samkvæmt frétt France24. Þá sagði Macron að sérstakt frumvarp um skattheimtu yrði lagt fyrir þingið seinna í þessum mánuði til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Síðan yrði það verk nýrrar ríkisstjórnar að semja fjárlög fyrir næsta ár. Hver sem verður fyrir valinu mun hafa það verkefni að leiða minnihlutaríkisstjórn í Frakklandi þar sem enginn flokkur eða fylking hefur meirihluta. Það tók Macron tvo mánuði að velja Barnier eftir kosningarnar í júní, þar sem flokkur forsetans missti mikið fylgi. Macron sagðist ætla að funda með pólitískum leiðtogum Frakklands á morgun með því markmiði að finna leið framávið. Í lok ræðu sinnar kallaði hann eftir visku, samstöðu og von. Áhugasamir geta séð ræðu Macrons þar sem túlkur talar ensku, hér að neðan.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira