Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 10:59 Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss hf.. Styrkás hf. Í dag var undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupsamnings milli Styrkáss, TF II slhf. og Hópsnes ehf. um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Hringrás ehf.. Hringrás er leiðandi í vinnslu brotajárns hér á landi og Styrkáss er að verða öflugt þjónustufyrirtæki við atvinnulífið í meirihlutaeigu Skeljar fjárfestingarfélags. Í tilkynningu um kaupin segir að fyrir reki Styrkás þrjú kjarnasvið sem einbeiti sér að þjónustu við fyrirtæki, það er í orku og efnavöru undir merkjum Skeljungs, tækjum og búnaði undir merkjum Kletts og í eignaumsýslu- og leigustarfsemi undir merkjum Stólpa. Áhersla á endurvinnslu fari ört vaxandi samhliða auknum kröfum um meðhöndlun sorps. Heildarvirði (e. enterprise value) eignanna sem seldar eru samkvæmt samkomulaginu sé 6,3 milljarðar króna en geti orðið allt að 6,5 milljarðar ef árangursviðmiðum er náð. Kaupverð eigin fjár (e. equity value) muni ráðast af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og áætlaðra eftirstöðva fjárfestinga á viðmiðunardegi. Eignast um tíu prósent í tuttugu milljarða félagi Núverandi eigendur Hringrásar séu framtakssjóðurinn TF II í stýringu Landsbréfa og Hópsnes ehf.. Allt kaupverð verði greitt með nýjum hlutum í Styrkási. Verð nýrra útgefinna hluta í Styrkási í viðskiptunum miðist við að eiginfjárvirði Styrkáss sé 20,47 milljarðar króna. Áætlað sé að seljendur eignist á bilinu 9,7-10,7% hlut í Styrkási eftir kaupin. Hringrás hafi með fjárfestingum á nýju athafnasvæði að Álhellu í Hafnarfirði og í nýjum tækjakosti búið sig vel í stakk til að sinna þörfum um skilvirka endurvinnslu sem mætir ströngustu umhverfiskröfum. Áætlaður hagnaður Hringrásar fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði sé 244 milljónir króna árið 2024. Afkoma ársins litist af uppbyggingu á athafnasvæði félagsins en á árinu hafi félagið tekið í notkun nýjan fullkominn brotajárnstætara. Auk uppsetningar á nýjum brotajárnstætara hafi á lóð félagsins verið fjárfest í fullkomnum mengunarvörnum og uppbyggingu verkstæðis. Bókfært virði fastafjármuna Hringrásar nemi 6,2 til 6,4 milljörðum króna að loknum framkvæmdum og eigið fé félagsins sé 2,3 milljarðar. Háð ýmsum fyrirvörum Með flutningi á starfsemi Hringrásar á 50 þúsund fermetra athafnasvæði að Álhellu felist hagræði og með kaupunum opnist frekari möguleikar á samnýtingu aðstöðu með Stólpa Gámum sem sé að byggja upp framtíðarstarfsemi sína á aðliggjandi lóð sem sé 60 þúsund fermetrar að stærð. Samkomulagið sé meðal annars gert með fyrirvara um gerð áreiðanleikakönnunar, gerð kaupsamnings, endanlegt samþykki stjórnar og hluthafafundar og samþykki Samkeppniseftirlits. Mikilvægt skref „Með kaupum á Hringrás er mikilvægt skref stigið til að útvíkka þjónustu Styrkáss og byggja upp fjórða kjarnann í rekstri félagsins á sviði umhverfisþjónustu. Hringrás er leiðandi í endurvinnslu og umhverfisþjónustu og fjárfestingar undanfarinna ára skapa tækifæri til að þjónusta viðskiptavini með hagkvæmum hætti í takt við ströngustu kröfur. Samvinna með öðrum einingum innan Styrkáss samstæðunnar skapa enn frekari tækifæri til að samnýta aðstöðu og auka skilvirkni. Fjárhagslegur styrkur Styrkáss veitir jafnfamt möguleika til að byggja upp frekari þjónustu á athafnasvæði félagsins í Hafnarfirði. Mikill styrkur er að því að fá núverandi eigendur Hringrásar í stækkandi hóp hluthafa Styrkáss sem hafa með framsýni leitt uppbyggingu Hringrásar og skapað því forystuhlutverk til framtíðar á sviði endurvinnslu,“ er haft eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkáss. Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í tilkynningu um kaupin segir að fyrir reki Styrkás þrjú kjarnasvið sem einbeiti sér að þjónustu við fyrirtæki, það er í orku og efnavöru undir merkjum Skeljungs, tækjum og búnaði undir merkjum Kletts og í eignaumsýslu- og leigustarfsemi undir merkjum Stólpa. Áhersla á endurvinnslu fari ört vaxandi samhliða auknum kröfum um meðhöndlun sorps. Heildarvirði (e. enterprise value) eignanna sem seldar eru samkvæmt samkomulaginu sé 6,3 milljarðar króna en geti orðið allt að 6,5 milljarðar ef árangursviðmiðum er náð. Kaupverð eigin fjár (e. equity value) muni ráðast af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og áætlaðra eftirstöðva fjárfestinga á viðmiðunardegi. Eignast um tíu prósent í tuttugu milljarða félagi Núverandi eigendur Hringrásar séu framtakssjóðurinn TF II í stýringu Landsbréfa og Hópsnes ehf.. Allt kaupverð verði greitt með nýjum hlutum í Styrkási. Verð nýrra útgefinna hluta í Styrkási í viðskiptunum miðist við að eiginfjárvirði Styrkáss sé 20,47 milljarðar króna. Áætlað sé að seljendur eignist á bilinu 9,7-10,7% hlut í Styrkási eftir kaupin. Hringrás hafi með fjárfestingum á nýju athafnasvæði að Álhellu í Hafnarfirði og í nýjum tækjakosti búið sig vel í stakk til að sinna þörfum um skilvirka endurvinnslu sem mætir ströngustu umhverfiskröfum. Áætlaður hagnaður Hringrásar fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði sé 244 milljónir króna árið 2024. Afkoma ársins litist af uppbyggingu á athafnasvæði félagsins en á árinu hafi félagið tekið í notkun nýjan fullkominn brotajárnstætara. Auk uppsetningar á nýjum brotajárnstætara hafi á lóð félagsins verið fjárfest í fullkomnum mengunarvörnum og uppbyggingu verkstæðis. Bókfært virði fastafjármuna Hringrásar nemi 6,2 til 6,4 milljörðum króna að loknum framkvæmdum og eigið fé félagsins sé 2,3 milljarðar. Háð ýmsum fyrirvörum Með flutningi á starfsemi Hringrásar á 50 þúsund fermetra athafnasvæði að Álhellu felist hagræði og með kaupunum opnist frekari möguleikar á samnýtingu aðstöðu með Stólpa Gámum sem sé að byggja upp framtíðarstarfsemi sína á aðliggjandi lóð sem sé 60 þúsund fermetrar að stærð. Samkomulagið sé meðal annars gert með fyrirvara um gerð áreiðanleikakönnunar, gerð kaupsamnings, endanlegt samþykki stjórnar og hluthafafundar og samþykki Samkeppniseftirlits. Mikilvægt skref „Með kaupum á Hringrás er mikilvægt skref stigið til að útvíkka þjónustu Styrkáss og byggja upp fjórða kjarnann í rekstri félagsins á sviði umhverfisþjónustu. Hringrás er leiðandi í endurvinnslu og umhverfisþjónustu og fjárfestingar undanfarinna ára skapa tækifæri til að þjónusta viðskiptavini með hagkvæmum hætti í takt við ströngustu kröfur. Samvinna með öðrum einingum innan Styrkáss samstæðunnar skapa enn frekari tækifæri til að samnýta aðstöðu og auka skilvirkni. Fjárhagslegur styrkur Styrkáss veitir jafnfamt möguleika til að byggja upp frekari þjónustu á athafnasvæði félagsins í Hafnarfirði. Mikill styrkur er að því að fá núverandi eigendur Hringrásar í stækkandi hóp hluthafa Styrkáss sem hafa með framsýni leitt uppbyggingu Hringrásar og skapað því forystuhlutverk til framtíðar á sviði endurvinnslu,“ er haft eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkáss.
Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent