Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 14:10 Lögreglan segir opinbera starfsmenn þurfa að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð meðan gagnrýni eða aðdróttanir eru ekki persónugerðar meira en gert er grein Esterar, Samsett Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST vegna aðdróttana um mútuþægni í aðsendri grein á Vísi í sumar. Lögregla segir ólíklegt að málið hefði endað með refsiákvörðun vegna þess að enginn var nafngreindur í greininni. Opinberir starfsmenn þurfi að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð við slíkar aðstæður. Forstjóri MAST, Hrönn Jörundsdóttir, og tveir starfsmenn stofnunarinnar lögðu fram kæruna í sumar á hendur Ester Hilmarsdóttur sem skrifaði greinina. Þau sögðu hana hafa uppi aðdróttanir um mútuþægni í aðsendri greininni sem birtist á Vísi 16. júlí á þessu ári. Greinina skrifaði Ester í tilefni af því að Matvælastofnun hafði veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi, sem hún sagði að hefði verið í trássi við mat Samgöngustofu sem hafi metið sem svo að óheimilt væri að veita leyfi á hluta umrædds svæðis. Í tilkynningu lögreglustjórans um rannsóknina til Esterar og kærenda sem dagsett er þann 28. nóvember kemur fram að tekin hafi verið skýrsla af Ester og hún neitað sök. Hún hafi vísað til tjáningarfrelsis sem sé verndað í stjórnarskrá og bent á að í grein sinni hafi hún ekki sakað tiltekinn starfsmann um mútur. Lögreglustjórinn fellst á það í bréfi sínu að „framsetning á svona fullyrðingu á opinberum vettvangi án nokkurra sannana eða röksemda geti verið brot á tilgreindum refsiákvæðum.“ Hins vegar sé það mat lögreglustjóra að slíkar ásakanir eða aðdróttanir þurfi að beinast að tilteknum manni sem gegni opinberri stöðu svo hægt sé að refsa fyrir það. Lögreglustjóri fellst á alvarleika ásakananna en segir að þótt svo að einhverjir starfsmenn taki aðdróttanir meira til sín sé það hans mat að ekki sé nægilega líklegt að málsmeðferð fyrir dómi myndi enda með refsiákvörðun. „Opinberir starfsmenn þurfa almennt að sæta því að þola óvægna gagnrýni á störf sín. Opinberir starfsmenn þurfa að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð meðan gagnrýni eða aðdróttanir eru ekki persónugerðar meira en gert er í þessari grein,“ segir í bréfi lögreglustjórans sem sent var á bæði Ester og kærendur. Hrönn og hinir starfsmennirnir tveir eru enn að velta fyrir sér næstu skrefum.Vísir/Einar Þar er að lokum bent á að hægt sé að kæra þessa ákvörðun til ríkissaksóknara. Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST segir að hún og hinir starfsmennirnir tveir séu enn að skoða það hvort þau bregðist við þessari ákvörðun lögreglunnar. Hún gerir ráð fyrir því að fjallað verði um niðurstöðu málsins á vef stofnunarinnar þegar það liggur fyrir. Hálfgalin herferð Ester Hilmarsdóttir hefur hafnað því frá upphafi að nokkuð saknæmt hafi verið að finna í skrifum hennar. Hún segir þetta því niðurstöðuna sem hún bjóst við. „Mér fannst þetta alltaf hálfgalin herferð hjá MAST að ætla að gera þetta sérstaklega þar sem enginn var tilgreindur, eins og kemur fram í tilkynningu frá bréfinu. Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta ekkert annað en þöggunartilburðir hjá MAST. Þessi herferð að kæra einstakling fyrir skoðanagrein þar sem enginn er nafngreindur. Auðvitað eru þau bara að reyna að þagga niður í fólki svo þau geti haldið áfram að vinna sem stimplunarverksmiðja fyrir leyfisveitingar.“ Ester segist ekkert hafa heyrt frá MAST eftir að lögreglan tilkynnti að rannsókn væri hætt. Fjallað var um kæruna á vef þeirra í sumar en ekkert hefur verið birt um niðurstöðuna á vef þeirra. „Það var pínu spes að þau settu fréttatilkynninguna inn upphaflega áður en ég var búin að fá kæruna í hendur. Þannig ég frétti í raun af þessu því einhver sá þetta á vefsíðunni þeirra. Áður en kæran var komin til mín.“ Greint frá kærunni á vef Greint var frá kærunni á vef Matvælastofnunar í sumar. Þar sagði að tilefni kærunnar væri skoðanagrein sem birtist á Vísi þann 16. júlí. „Í greininni segir að starfsfólk stofnunarinnar skaki sér í skrifstofustólum svo það skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þess um leið og það skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,” sagði í tilkynningu MAST í sumar. Lögreglumál Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kæra MAST vegna rekstrarleyfis til Arnarlax Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. 15. júlí 2024 13:50 Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Forstjóri MAST, Hrönn Jörundsdóttir, og tveir starfsmenn stofnunarinnar lögðu fram kæruna í sumar á hendur Ester Hilmarsdóttur sem skrifaði greinina. Þau sögðu hana hafa uppi aðdróttanir um mútuþægni í aðsendri greininni sem birtist á Vísi 16. júlí á þessu ári. Greinina skrifaði Ester í tilefni af því að Matvælastofnun hafði veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi, sem hún sagði að hefði verið í trássi við mat Samgöngustofu sem hafi metið sem svo að óheimilt væri að veita leyfi á hluta umrædds svæðis. Í tilkynningu lögreglustjórans um rannsóknina til Esterar og kærenda sem dagsett er þann 28. nóvember kemur fram að tekin hafi verið skýrsla af Ester og hún neitað sök. Hún hafi vísað til tjáningarfrelsis sem sé verndað í stjórnarskrá og bent á að í grein sinni hafi hún ekki sakað tiltekinn starfsmann um mútur. Lögreglustjórinn fellst á það í bréfi sínu að „framsetning á svona fullyrðingu á opinberum vettvangi án nokkurra sannana eða röksemda geti verið brot á tilgreindum refsiákvæðum.“ Hins vegar sé það mat lögreglustjóra að slíkar ásakanir eða aðdróttanir þurfi að beinast að tilteknum manni sem gegni opinberri stöðu svo hægt sé að refsa fyrir það. Lögreglustjóri fellst á alvarleika ásakananna en segir að þótt svo að einhverjir starfsmenn taki aðdróttanir meira til sín sé það hans mat að ekki sé nægilega líklegt að málsmeðferð fyrir dómi myndi enda með refsiákvörðun. „Opinberir starfsmenn þurfa almennt að sæta því að þola óvægna gagnrýni á störf sín. Opinberir starfsmenn þurfa að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð meðan gagnrýni eða aðdróttanir eru ekki persónugerðar meira en gert er í þessari grein,“ segir í bréfi lögreglustjórans sem sent var á bæði Ester og kærendur. Hrönn og hinir starfsmennirnir tveir eru enn að velta fyrir sér næstu skrefum.Vísir/Einar Þar er að lokum bent á að hægt sé að kæra þessa ákvörðun til ríkissaksóknara. Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST segir að hún og hinir starfsmennirnir tveir séu enn að skoða það hvort þau bregðist við þessari ákvörðun lögreglunnar. Hún gerir ráð fyrir því að fjallað verði um niðurstöðu málsins á vef stofnunarinnar þegar það liggur fyrir. Hálfgalin herferð Ester Hilmarsdóttir hefur hafnað því frá upphafi að nokkuð saknæmt hafi verið að finna í skrifum hennar. Hún segir þetta því niðurstöðuna sem hún bjóst við. „Mér fannst þetta alltaf hálfgalin herferð hjá MAST að ætla að gera þetta sérstaklega þar sem enginn var tilgreindur, eins og kemur fram í tilkynningu frá bréfinu. Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta ekkert annað en þöggunartilburðir hjá MAST. Þessi herferð að kæra einstakling fyrir skoðanagrein þar sem enginn er nafngreindur. Auðvitað eru þau bara að reyna að þagga niður í fólki svo þau geti haldið áfram að vinna sem stimplunarverksmiðja fyrir leyfisveitingar.“ Ester segist ekkert hafa heyrt frá MAST eftir að lögreglan tilkynnti að rannsókn væri hætt. Fjallað var um kæruna á vef þeirra í sumar en ekkert hefur verið birt um niðurstöðuna á vef þeirra. „Það var pínu spes að þau settu fréttatilkynninguna inn upphaflega áður en ég var búin að fá kæruna í hendur. Þannig ég frétti í raun af þessu því einhver sá þetta á vefsíðunni þeirra. Áður en kæran var komin til mín.“ Greint frá kærunni á vef Greint var frá kærunni á vef Matvælastofnunar í sumar. Þar sagði að tilefni kærunnar væri skoðanagrein sem birtist á Vísi þann 16. júlí. „Í greininni segir að starfsfólk stofnunarinnar skaki sér í skrifstofustólum svo það skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þess um leið og það skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,” sagði í tilkynningu MAST í sumar.
Lögreglumál Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kæra MAST vegna rekstrarleyfis til Arnarlax Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. 15. júlí 2024 13:50 Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Kæra MAST vegna rekstrarleyfis til Arnarlax Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. 15. júlí 2024 13:50
Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24