Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 10:48 Björgunarsveitir eru víða í viðbragðsstöðu vegna vetrarveðursins. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring. Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14. Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14.
Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira