Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2024 06:34 Jay Z er kvæntur tónlistarkonunni Beyonce og var vinur Combs til margra ára. Hjónin hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar gegn Combs. Getty/Visionhaus/Joe Prior Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, hefur verið sakaður um að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá. Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá.
Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira