Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 21:49 Grunur leikur á að um sömu hunda sé að ræða og þá sem komust í fréttirnar í sumar. vísir Fólk í Langholtshverfi er varað við því í íbúahópi, að hundar gangi nú lausir og drepi ketti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að hundar hafi gengið bersersksgang í kvöld. Íbúi í Efstasundi staðfestir í samtali við fréttastofu að köttur hans hafi orðið hundunum að bráð. „Lögreglan kom og bókaði málið en ég veit ekki hvaða hundar þetta voru. Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Marjakaisa Matthíasson eigandi kattarins. Kötturinn var á leiðinni inn en hann var drepinn við tröppur kjallara hússins. „Ég heyrði í hundunum og kettinum og þess vegna fór ég í kjallarann til að hleypa honum inn. Ég þorði eiginlega ekki að opna hurðina vegna látanna í þeim.“ Í íbúahópnum „Langholtshverfi - 104“ á Facebook var fyrr í kvöld varað við því að „tveir lausir Weimaraner hundar“ væru „hlaupandi í Efstasundinu einmitt núna“. Einn íbúanna fullyrðir að um sömu hunda sé að ræða og komust í fréttirnar í sumar. Þá var greint frá því að Dýraþjónusta Reykjavíkur væri með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, sem grunaðir væru um að hafa drepið heimiliskött. Sömu hundar hefðu verið grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. „Þeir fóru eitthvert lengst um leið, kötturinn náði að komast í burtu og við öll með lítil börn og 3 hunda í húsinu og lætin rosaleg þetta var svo mikið kaos,“ segir annar íbúi í hópnum. Fulltrúi Dýraþjónustu Reykjavíkur staðfestir að þjónustunni hafi borist sambærilegar ábendingar og vinni nú í því að fanga hundana. Það geti hins vegar reynst erfitt á meðan dimmt er. Því er beint til kattaeiganda að halda þeim innandyra. Reykjavík Hundar Lögreglumál Dýr Kettir Gæludýr Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Fréttastofu hafa borist ábendingar um að hundar hafi gengið bersersksgang í kvöld. Íbúi í Efstasundi staðfestir í samtali við fréttastofu að köttur hans hafi orðið hundunum að bráð. „Lögreglan kom og bókaði málið en ég veit ekki hvaða hundar þetta voru. Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Marjakaisa Matthíasson eigandi kattarins. Kötturinn var á leiðinni inn en hann var drepinn við tröppur kjallara hússins. „Ég heyrði í hundunum og kettinum og þess vegna fór ég í kjallarann til að hleypa honum inn. Ég þorði eiginlega ekki að opna hurðina vegna látanna í þeim.“ Í íbúahópnum „Langholtshverfi - 104“ á Facebook var fyrr í kvöld varað við því að „tveir lausir Weimaraner hundar“ væru „hlaupandi í Efstasundinu einmitt núna“. Einn íbúanna fullyrðir að um sömu hunda sé að ræða og komust í fréttirnar í sumar. Þá var greint frá því að Dýraþjónusta Reykjavíkur væri með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, sem grunaðir væru um að hafa drepið heimiliskött. Sömu hundar hefðu verið grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. „Þeir fóru eitthvert lengst um leið, kötturinn náði að komast í burtu og við öll með lítil börn og 3 hunda í húsinu og lætin rosaleg þetta var svo mikið kaos,“ segir annar íbúi í hópnum. Fulltrúi Dýraþjónustu Reykjavíkur staðfestir að þjónustunni hafi borist sambærilegar ábendingar og vinni nú í því að fanga hundana. Það geti hins vegar reynst erfitt á meðan dimmt er. Því er beint til kattaeiganda að halda þeim innandyra.
Reykjavík Hundar Lögreglumál Dýr Kettir Gæludýr Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira