Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 12:46 Mikaela Shiffrin birti myndir af miklum áverkum sem hún hlaut eftir fall í skíðabrekku. Getty/Instagram Skíðakonan Mikaela Shiffrin var flutt í burtu á sleða eftir afar slæmt fall í keppni í stórsvigi í Killington í Vermont í Bandaríkjunum í lok síðasta mánaðar. Hún hefur nú birt myndir og sagt frá áverkunum sem hún hlaut en hún fékk til að mynda gat á kviðinn. Þessi mikla skíðadrottning féll illa þegar hún freistaði þess að landa sínum hundraðasta heimsbikarmótssigri í Killington. Hún var í forystu eftir fyrri ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði úti í öryggisgrindverki. Þar lá hún kyrr í nokkurn tíma á meðan hugað var að henni, áður en hún var flutt í burtu á sjúkrahús og veifaði þá til áhorfenda, en í ljós kom að hún hafði meðal annars fengið gat á kviðinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Gat á kvið Shiffrin Dagurinn sem átti að marka mikil tímamót fyrir þessa sigursælustu skíðakonu í sögu heimsbikarmótaraðarinnar, með því að hún næði hundraðasta titlinum, breyttist því á örskotsstundu. Shiffrin hefur nú ásamt liðsfélögum sínum farið gaumgæfilega yfir það hvað olli því sérstaklega að hún fékk gat á kviðinn þegar slysið varð, með það í huga hvort að eitthvað þurfi að gera til að bæta öryggi keppenda. „Eftir að hafa skoðað myndband ítrekað þá teljum við að þetta hafi verið toppurinn á skíðastafnum mínum… miðað við stærð og lögun sársins og hvar það var. Kannski stakkst hann í mig og svo rúllaði ég yfir hann sem gæti hafa grafið upp þessa litlu holu. Erfitt að segja í raun og veru, en við erum glöð yfir því að þetta séu bara vöðvameiðsli,“ skrifaði Shiffrin í Instagram-færslu sem ætti að birtast hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin ⛷💨 (@mikaelashiffrin) „Eftir að hafa skoðað slysið betur þá er ég ótrúlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Það munaði ansi litlu að þetta færi í líffæri og þá væri staðan allt önnur og verri,“ skrifaði Shiffrin. Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Þessi mikla skíðadrottning féll illa þegar hún freistaði þess að landa sínum hundraðasta heimsbikarmótssigri í Killington. Hún var í forystu eftir fyrri ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði úti í öryggisgrindverki. Þar lá hún kyrr í nokkurn tíma á meðan hugað var að henni, áður en hún var flutt í burtu á sjúkrahús og veifaði þá til áhorfenda, en í ljós kom að hún hafði meðal annars fengið gat á kviðinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Gat á kvið Shiffrin Dagurinn sem átti að marka mikil tímamót fyrir þessa sigursælustu skíðakonu í sögu heimsbikarmótaraðarinnar, með því að hún næði hundraðasta titlinum, breyttist því á örskotsstundu. Shiffrin hefur nú ásamt liðsfélögum sínum farið gaumgæfilega yfir það hvað olli því sérstaklega að hún fékk gat á kviðinn þegar slysið varð, með það í huga hvort að eitthvað þurfi að gera til að bæta öryggi keppenda. „Eftir að hafa skoðað myndband ítrekað þá teljum við að þetta hafi verið toppurinn á skíðastafnum mínum… miðað við stærð og lögun sársins og hvar það var. Kannski stakkst hann í mig og svo rúllaði ég yfir hann sem gæti hafa grafið upp þessa litlu holu. Erfitt að segja í raun og veru, en við erum glöð yfir því að þetta séu bara vöðvameiðsli,“ skrifaði Shiffrin í Instagram-færslu sem ætti að birtast hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin ⛷💨 (@mikaelashiffrin) „Eftir að hafa skoðað slysið betur þá er ég ótrúlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Það munaði ansi litlu að þetta færi í líffæri og þá væri staðan allt önnur og verri,“ skrifaði Shiffrin.
Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira