Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 18:45 Bruninn varð í sumarhúsi við Hvaleyrarvatn árið 2020. Myndin sýnir frá gróðureldum sem voru skammt frá vatninu ári seinna. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira