„Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. desember 2024 22:00 Ólafur Jónas Sigurðsson var ekki ánægður með vörn liðsins Vísir / Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði gegn Keflavík á útivelli 105-86. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og Ólafi Jónasi Sigurðssyni, þjálfari Stjörnunnar, fannst niðurstaðan sanngjörn. „Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira
„Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.
Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira