Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 00:04 Mescal hefur um tíð verið bendlaður við hlutverk McCartney, en nú virðist nokkuð ljóst að hann fari með hlutverk í myndunum. EPA Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Mescal hefur um hríð verið bendlaður við hlutverk nafna síns en hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir hlutverk sitt í Gladiator II. Stefnt er að því að ein bíómynd verði gerð um hvern og einn Bítil í kvikmyndaröð Mendes. Nýlega greindi Ringo Starr trommuleikari Bítlanna að írski leikarinn Barry Keoghan muni leika hann í myndinni um sig. Í umfjöllun Hollywood Reporter segir að Ridley Scott, leikstjóri Gladiator II, hafi misst það út úr sér á pallborði með leikstjóranum Cristopher Nolan að hann gæti ekki unnið með Mescal í bráð „þökk sé Bítlunum“. Hann hafi ætlað að fá Mescal til að leika í sínu næsta verkefni, en hann gæti þurft að falla frá þeim áætlunum vegna þess að hann sé á leið í annað verkefni, sem tengist Bítlunum. Menningartímaritið Variety hefur eftir tveimur heimildum sem standa nærri framleiðslu myndanna að Mescal muni fara með hlutverk í myndunum, þó enn hafi ekki verið undirritaður samningur. Mescal sagði í viðtali við Entertainment Tonight að það yrði algjör draumur að fá að leika McCartney. Aðspurður hvort hann myndi fara með hlutverkið sagði hann: „Nei, nei, nei, ég ætla ekki að svara því.“ Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Mescal hefur um hríð verið bendlaður við hlutverk nafna síns en hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir hlutverk sitt í Gladiator II. Stefnt er að því að ein bíómynd verði gerð um hvern og einn Bítil í kvikmyndaröð Mendes. Nýlega greindi Ringo Starr trommuleikari Bítlanna að írski leikarinn Barry Keoghan muni leika hann í myndinni um sig. Í umfjöllun Hollywood Reporter segir að Ridley Scott, leikstjóri Gladiator II, hafi misst það út úr sér á pallborði með leikstjóranum Cristopher Nolan að hann gæti ekki unnið með Mescal í bráð „þökk sé Bítlunum“. Hann hafi ætlað að fá Mescal til að leika í sínu næsta verkefni, en hann gæti þurft að falla frá þeim áætlunum vegna þess að hann sé á leið í annað verkefni, sem tengist Bítlunum. Menningartímaritið Variety hefur eftir tveimur heimildum sem standa nærri framleiðslu myndanna að Mescal muni fara með hlutverk í myndunum, þó enn hafi ekki verið undirritaður samningur. Mescal sagði í viðtali við Entertainment Tonight að það yrði algjör draumur að fá að leika McCartney. Aðspurður hvort hann myndi fara með hlutverkið sagði hann: „Nei, nei, nei, ég ætla ekki að svara því.“
Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira