Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 12:04 Erindi borgarans til borgarinnar var ekki svarað í tvö ár. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar segist taka ábendingar Umboðsmanns Alþingis um aðgengi fólks að starfsfólki og þjónustu sviðsins alvarlega. Mannleg mistök hafi leitt til þess að gagnabeiðni frá borgara var ekki afgreidd í tvö ár. Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun. Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun.
Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira