Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 22:02 Linda Dröfn veltir fyrir sér hvort dómurinn væri ekki þyngri ef ótengdur aðili hefði farið inn á heimili og viðhaft sömu verknaðaraðferð. Vísir/Einar Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“ Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“
Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira