Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2024 18:09 Brot mannsins áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúar 2022. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og fyrir fleiri brot gegn henni. Málið varðar þrjú atvik sem áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúarmánuði 2022. Fyrst á nýársdag og svo tólfta og þrettánda janúar. Í fyrsta lagi var Vilhelm ákærður fyrir að nauðga konunni. Honum var gefið að sök að fara í heimildarleysi á heimili hennar og nauðga henni á meðan hún hafi ítrekað beðið hann um að hætta og yfirgefa heimilið. Upptökur úr myndavél lágu fyrir Konan hafði fengið sér öryggismyndavél vegna mannsins, en í málinu lá fyrir mynd og hljóðupptaka úr henni. „Ég fer ekkert af þér, ég á þig, þú veist alveg [nafn konunnar] að ég á þig. Það er enginn að fara að taka þig frá mér […] ég er ekki að fara að beita þig ofbeldi, aldrei aftur, ég sver það, aldrei,“ var á meðal þess sem hann heyrðist segja í upptökunni. Vilhelm neitaði að hafa nauðgað konunni en var þrátt fyrir það sakfelldur. Kom aftur tveimur vikum seinna Í öðrum ákæruliðnum var Vilhelm gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi á heimili konunnar tveimur vikum seinna og ekki farið þaðan þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir konunnar. Þá hafi hann tekið í hár hennar og gripið um hendur hennar, snúið upp á þær og slegið hana í rassinn. Síðan hafi hann hótað henni. „Þegiðu og hlustaðu. Þú ert fífl. Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti. Er þetta þakklætið fyrir að, horfðu á mig, horfðu á mig. Er þetta þakklætið fyrir það að ég sit fyrir framan dómstóla og játa milljón króna bótakröfu,“ er haft eftir manninum, og líka: „Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt, ha?“ Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið að því undanskildu að hann hefði farið á heimili í heimildarleysi og ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar. Daginn eftir það atvik, þann þrettánda janúar, sneri maðurinn aftur á heimili konunnar. Honum var gefið að sök að hafa slegið konuna utanundir með flötum lófa. Og að fyrir vikið hafi hún hlotið roða í andliti. Aftur kemur fram að konan hafi þrábeðið manninn um að fara af heimili hennar. Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið, að því undanskildu að hafa slegið konuna. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi þó gögn málsins sýna fram á að hann hefði gert það og sakfelldi hann fyrir háttsemina. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti niðurstöðu hans. Vilhelm hlýtur fimm ára fangelsisdóm. Þá hækkaði dómurinn miskabæturnar sem honum er gert að greiða konunni úr tveimur milljónum upp í þrjár milljónir króna. Áður dæmdur fyrir ofbeldi gegn konunni Vilhelm hefur áður hlotið dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni, en í því máli var hann sakfelldur í fimm ákæruliðum fyrir brot sem áttu sér stað 2019 og 2020. Í einum ákærulið þess máls var manninum gefið að sök að ráðast á konuna á veitingastað, slá hana ítrekað í andlitið, skvetta kjúklingasúpu yfir höfuð hennar og hella matarolíu í hár hennar. Síðan hrint henni, troðið pappír í kok hennar svo hún gat varla andað og þar á eftir dregið hana í gestaherbergi hússins og neytt hana í kalda sturtu. Þá hlaut hann tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Hann sat í fangelsi vegna þessara ofbeldisbrota frá október 2020 til 29. desember 2021, en þá var hann frjáls ferða sinna með ákveðnum skilyrðum og í rafrænu eftirliti. Það liðu því þrír dagar frá því að hann kláraði afplánun og þangað til hann nauðgaði konunni á nýársdag. Hann var einnig dæmdur fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2017. Þá var hann ákærður fyrir að veitast tvívegis að konunni á heimili hans. Hann var þá meðal annars sakfelldur fyrir að skalla konuna ítrekað í andlitið, og leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og halda henni þannig fastri. Í það skipti hlaut hann tveggja mánaða fangelsisdóm. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Málið varðar þrjú atvik sem áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúarmánuði 2022. Fyrst á nýársdag og svo tólfta og þrettánda janúar. Í fyrsta lagi var Vilhelm ákærður fyrir að nauðga konunni. Honum var gefið að sök að fara í heimildarleysi á heimili hennar og nauðga henni á meðan hún hafi ítrekað beðið hann um að hætta og yfirgefa heimilið. Upptökur úr myndavél lágu fyrir Konan hafði fengið sér öryggismyndavél vegna mannsins, en í málinu lá fyrir mynd og hljóðupptaka úr henni. „Ég fer ekkert af þér, ég á þig, þú veist alveg [nafn konunnar] að ég á þig. Það er enginn að fara að taka þig frá mér […] ég er ekki að fara að beita þig ofbeldi, aldrei aftur, ég sver það, aldrei,“ var á meðal þess sem hann heyrðist segja í upptökunni. Vilhelm neitaði að hafa nauðgað konunni en var þrátt fyrir það sakfelldur. Kom aftur tveimur vikum seinna Í öðrum ákæruliðnum var Vilhelm gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi á heimili konunnar tveimur vikum seinna og ekki farið þaðan þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir konunnar. Þá hafi hann tekið í hár hennar og gripið um hendur hennar, snúið upp á þær og slegið hana í rassinn. Síðan hafi hann hótað henni. „Þegiðu og hlustaðu. Þú ert fífl. Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti. Er þetta þakklætið fyrir að, horfðu á mig, horfðu á mig. Er þetta þakklætið fyrir það að ég sit fyrir framan dómstóla og játa milljón króna bótakröfu,“ er haft eftir manninum, og líka: „Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt, ha?“ Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið að því undanskildu að hann hefði farið á heimili í heimildarleysi og ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar. Daginn eftir það atvik, þann þrettánda janúar, sneri maðurinn aftur á heimili konunnar. Honum var gefið að sök að hafa slegið konuna utanundir með flötum lófa. Og að fyrir vikið hafi hún hlotið roða í andliti. Aftur kemur fram að konan hafi þrábeðið manninn um að fara af heimili hennar. Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið, að því undanskildu að hafa slegið konuna. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi þó gögn málsins sýna fram á að hann hefði gert það og sakfelldi hann fyrir háttsemina. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti niðurstöðu hans. Vilhelm hlýtur fimm ára fangelsisdóm. Þá hækkaði dómurinn miskabæturnar sem honum er gert að greiða konunni úr tveimur milljónum upp í þrjár milljónir króna. Áður dæmdur fyrir ofbeldi gegn konunni Vilhelm hefur áður hlotið dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni, en í því máli var hann sakfelldur í fimm ákæruliðum fyrir brot sem áttu sér stað 2019 og 2020. Í einum ákærulið þess máls var manninum gefið að sök að ráðast á konuna á veitingastað, slá hana ítrekað í andlitið, skvetta kjúklingasúpu yfir höfuð hennar og hella matarolíu í hár hennar. Síðan hrint henni, troðið pappír í kok hennar svo hún gat varla andað og þar á eftir dregið hana í gestaherbergi hússins og neytt hana í kalda sturtu. Þá hlaut hann tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Hann sat í fangelsi vegna þessara ofbeldisbrota frá október 2020 til 29. desember 2021, en þá var hann frjáls ferða sinna með ákveðnum skilyrðum og í rafrænu eftirliti. Það liðu því þrír dagar frá því að hann kláraði afplánun og þangað til hann nauðgaði konunni á nýársdag. Hann var einnig dæmdur fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2017. Þá var hann ákærður fyrir að veitast tvívegis að konunni á heimili hans. Hann var þá meðal annars sakfelldur fyrir að skalla konuna ítrekað í andlitið, og leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og halda henni þannig fastri. Í það skipti hlaut hann tveggja mánaða fangelsisdóm.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent