„Ég get líklegast trúað þessu núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 07:03 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár. Hún hefur margbætt Íslands- og Norðurlandamet sín, orðið Evrópumeistari í sínum aldrusflokki og komist í hóp fjögurra bestu á HM. @eyglo_fanndal „Fjórða best í heimi. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þessa setningu upphátt,“ skrifaði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir á miðla sína eftir frábæran árangur sinn á heimsmeistaramótinu í gær. Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Sjá meira
Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Sjá meira