Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 12:06 Róbert Wessmann er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að eignahaldsfélagið Flóki Invest, sem sé hluti af Aztiq samstæðunni, stofnanda og stærsta hluthafa Alvotech, og fasteignafélagið Heimar hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og starfrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið sé að hver leikskóli taki á móti 50 til 100 börnum. Staðsetning skólanna verði ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum. Heimar muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem hýsa leikskólana, en Flóki Invest muni afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og annast rekstur leikskólanna. 300 starfsmenn með börn í leikskóla Í tilkynningu segir að Alvotech eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólamöguleikum hafi áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 manns starfi fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af séu um 300 starfsmenn með börn í leikskóla, stærstur hluti þeirra í Reykjavík. „Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, en verkefnið er einnig hugsað sem hluti af samfélagslegri ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfið. Aukið framboð af leikskólaplássum getur leyst sameiginlegan vanda og léttir undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.“ Reynsla Heima nýtist Alvotech Samkomulagið hafi verið undirritað af Jóhanni G. Jóhannssyni, eins af stofnendum Flóka Invest og Alvotech og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. „Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ er haft eftir Jóhanni. „Við hjá Heimum sjáum nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla og erum mjög spennt að geta nýtt reynslu okkar fyrir starfsfólk Alvotech og börnin þeirra,“ er haft eftir Halldóri Benjamín. Ekki eina fyrirtækið sem tekur málin í eigin hendur Svo virðist sem skortur á leikskólaplássum sé farinn að bíta hressilega hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar Arion banki tilkynnti starfsmönnum sínum að daggæsla fyrir börn starfsmanna yrði opnuð í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Alvotech Leikskólar Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að eignahaldsfélagið Flóki Invest, sem sé hluti af Aztiq samstæðunni, stofnanda og stærsta hluthafa Alvotech, og fasteignafélagið Heimar hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og starfrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið sé að hver leikskóli taki á móti 50 til 100 börnum. Staðsetning skólanna verði ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum. Heimar muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem hýsa leikskólana, en Flóki Invest muni afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og annast rekstur leikskólanna. 300 starfsmenn með börn í leikskóla Í tilkynningu segir að Alvotech eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólamöguleikum hafi áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 manns starfi fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af séu um 300 starfsmenn með börn í leikskóla, stærstur hluti þeirra í Reykjavík. „Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, en verkefnið er einnig hugsað sem hluti af samfélagslegri ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfið. Aukið framboð af leikskólaplássum getur leyst sameiginlegan vanda og léttir undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.“ Reynsla Heima nýtist Alvotech Samkomulagið hafi verið undirritað af Jóhanni G. Jóhannssyni, eins af stofnendum Flóka Invest og Alvotech og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. „Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ er haft eftir Jóhanni. „Við hjá Heimum sjáum nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla og erum mjög spennt að geta nýtt reynslu okkar fyrir starfsfólk Alvotech og börnin þeirra,“ er haft eftir Halldóri Benjamín. Ekki eina fyrirtækið sem tekur málin í eigin hendur Svo virðist sem skortur á leikskólaplássum sé farinn að bíta hressilega hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar Arion banki tilkynnti starfsmönnum sínum að daggæsla fyrir börn starfsmanna yrði opnuð í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, í samtali við fréttastofu á sínum tíma.
Alvotech Leikskólar Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05