Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 14:46 Húsið á Álfabakka 2 er gríðarstórt, og nálægt íbúðablokk. vísir/bjarni Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. Í fyrradag var rætt við íbúa í fjölbýlishúss í Breiðholti sem lýsti raunum sínum af framkvæmdum sem staðið hafa yfir fyrir utan stofugluggann hennar. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Félagið sem stendur að framkvæmdunum er Álfabakki 2 ehf. Í tilkynningu félagsins segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að reisa mannvirki sem komi til með að hýsa þjónustutengda starfsemi. Félagið sé og verði eini eigandi húsnæðisins að framkvæmdum loknum. Allt verið staðfest af borginni „Í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga um framkvæmdina er nauðsynlegt að árétta að þær framkvæmdir sem nú er staðið að eru í einu og öllu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið út. Fulltrúar félagsins unnu náið að undirbúningi framkvæmdanna með þartilbærum yfirvöldum borgarinnar og þess gætt í einu og öllu að farið væri eftir tilmælum og vilja borgaryfirvalda. Allar teikningar hafa þannig verið staðfestar af hálfu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá hafi fyrra deiliskipulag gert ráð fyrir allt að 17 þúsund fermetra byggingarmagni ofanjarðar á þeim lóðum sem nú eru Álfabakki 2. Óskuðu eftir að dregið yrði úr leyfilegu magni „Félagið hefur samkvæmt gildandi lóðarúthlutun heimild til þess að reisa allt að 15.000 fm byggingu ofan jarðar á lóðinni. Félagið óskaði sérstaklega eftir því að breyting yrði gerð á deiliskipulagi þannig að heimilað byggingarmagn yrði fært niður í 11.500 fm sem jafngildir stærð þess mannvirkis sem nú er svo til risið á lóðinni. Ekki var fallist á þá beiðni af hálfu borgaryfirvalda. Greiðslur félagsins fyrir byggingarréttinn tóku þannig mið af 15.000 fm byggingu ofan jarðar þó svo að hún sé um 3.500 fm minni en það.“ Þær breytingar á deiliskipulagi sem framkvæmdir við Álfabakka 2 byggja á hafi farið af hálfu Reykjavíkurborgar í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli. „Það skal jafnframt sérstaklega áréttað að leigutaki Álfabakka 2, Hagar ehf, ber enga ábyrgð á byggingarframkvæmdinni né heldur er leigutaki eigandi byggingarinnar. Fulltrúar félagsins vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá uppbyggingu að Álfabakka 2 með það að leiðarljósi að húsnæðið og lóð þess verði öllum til sóma,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Í fyrradag var rætt við íbúa í fjölbýlishúss í Breiðholti sem lýsti raunum sínum af framkvæmdum sem staðið hafa yfir fyrir utan stofugluggann hennar. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Félagið sem stendur að framkvæmdunum er Álfabakki 2 ehf. Í tilkynningu félagsins segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að reisa mannvirki sem komi til með að hýsa þjónustutengda starfsemi. Félagið sé og verði eini eigandi húsnæðisins að framkvæmdum loknum. Allt verið staðfest af borginni „Í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga um framkvæmdina er nauðsynlegt að árétta að þær framkvæmdir sem nú er staðið að eru í einu og öllu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið út. Fulltrúar félagsins unnu náið að undirbúningi framkvæmdanna með þartilbærum yfirvöldum borgarinnar og þess gætt í einu og öllu að farið væri eftir tilmælum og vilja borgaryfirvalda. Allar teikningar hafa þannig verið staðfestar af hálfu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá hafi fyrra deiliskipulag gert ráð fyrir allt að 17 þúsund fermetra byggingarmagni ofanjarðar á þeim lóðum sem nú eru Álfabakki 2. Óskuðu eftir að dregið yrði úr leyfilegu magni „Félagið hefur samkvæmt gildandi lóðarúthlutun heimild til þess að reisa allt að 15.000 fm byggingu ofan jarðar á lóðinni. Félagið óskaði sérstaklega eftir því að breyting yrði gerð á deiliskipulagi þannig að heimilað byggingarmagn yrði fært niður í 11.500 fm sem jafngildir stærð þess mannvirkis sem nú er svo til risið á lóðinni. Ekki var fallist á þá beiðni af hálfu borgaryfirvalda. Greiðslur félagsins fyrir byggingarréttinn tóku þannig mið af 15.000 fm byggingu ofan jarðar þó svo að hún sé um 3.500 fm minni en það.“ Þær breytingar á deiliskipulagi sem framkvæmdir við Álfabakka 2 byggja á hafi farið af hálfu Reykjavíkurborgar í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli. „Það skal jafnframt sérstaklega áréttað að leigutaki Álfabakka 2, Hagar ehf, ber enga ábyrgð á byggingarframkvæmdinni né heldur er leigutaki eigandi byggingarinnar. Fulltrúar félagsins vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá uppbyggingu að Álfabakka 2 með það að leiðarljósi að húsnæðið og lóð þess verði öllum til sóma,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03