Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 17:17 Frá fangagangi á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. Þetta kom fram í minnisblaði með fyrstu tillögum starfshóps sjö ráðuneyta um úrbætur á úrræðum og þjónustu vegna einstaklinga sem nauðsynlegt þykir að sæti sérstökum öryggisráðstöfunum sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar í morgun. Um er að ræða einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hætta talin stafa af þeim eftir afplánun, dæmdir ósakhæfir, eða talið að refsing muni ekki bera árangur og sæta því öryggisráðstöfunum og viðeigandi meðferð. Hópurinn telur nauðsynlegt að samhæfa þjónustu og úrræði vegna þessara einstaklinga en að málum kemur fjöldi ráðuneyta auk sveitarfélaga. Áskoranir stjórnvalda snúa ekki síst að ómarkvissri þjónustu og skorti á búsetuúrræðum fyrir einstaklinga sem hafa fengið dóm eða úrskurð um öryggisgæslu. Þá er talin þörf á skýrari ábyrgð og lagaumgjörð um framkvæmd vægari öryggisráðstafana, meðal annars til að tryggja réttaröryggi eftir að afplánun í fangelsi lýkur. Til að bregðast við framangreindu gerir starfshópurinn eftirfarandi tillögur: Byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni allra ábyrgðaraðila með samþættri þjónustu á einum stað. Stofnuð verði stigskipt sérhæfð úrræði á grundvelli dóma og úrskurða, áhættumats og mats á þjónustuþörf þar sem öryggis verði gætt. Samþætt félags- og geðheilbrigðisþjónusta verði veitt á viðeigandi hátt á hverju þjónustustigi. Unnið verði lagafrumvarp um framkvæmd öryggisráðstafana og viðeigandi breytingar gerðar á almennum hegningarlögum, lögum um heilbrigðisþjónustu og fleiri lögum. Eftirlit með úrræðum verði bætt og reglulegt endurmat á öryggisráðstöfunum tryggt. Hópurinn áréttar einnig að breyta þurfi fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda þannig að rétt úrræði séu fyrir hendi þegar þeirra er þörf. Rannsóknir sýni fram á að með markvissri snemmtækri íhlutun sé hægt að koma í veg fyrir fjölgun einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda á fullorðinsárum. Hópurinn sem leiddur er af forsætisráðuneyti mun halda áfram að vinna að frekari tillögum í þessum málum en í honum eru einnig fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og innviðaráðuneyti. Fangelsismál Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52 „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta kom fram í minnisblaði með fyrstu tillögum starfshóps sjö ráðuneyta um úrbætur á úrræðum og þjónustu vegna einstaklinga sem nauðsynlegt þykir að sæti sérstökum öryggisráðstöfunum sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar í morgun. Um er að ræða einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hætta talin stafa af þeim eftir afplánun, dæmdir ósakhæfir, eða talið að refsing muni ekki bera árangur og sæta því öryggisráðstöfunum og viðeigandi meðferð. Hópurinn telur nauðsynlegt að samhæfa þjónustu og úrræði vegna þessara einstaklinga en að málum kemur fjöldi ráðuneyta auk sveitarfélaga. Áskoranir stjórnvalda snúa ekki síst að ómarkvissri þjónustu og skorti á búsetuúrræðum fyrir einstaklinga sem hafa fengið dóm eða úrskurð um öryggisgæslu. Þá er talin þörf á skýrari ábyrgð og lagaumgjörð um framkvæmd vægari öryggisráðstafana, meðal annars til að tryggja réttaröryggi eftir að afplánun í fangelsi lýkur. Til að bregðast við framangreindu gerir starfshópurinn eftirfarandi tillögur: Byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni allra ábyrgðaraðila með samþættri þjónustu á einum stað. Stofnuð verði stigskipt sérhæfð úrræði á grundvelli dóma og úrskurða, áhættumats og mats á þjónustuþörf þar sem öryggis verði gætt. Samþætt félags- og geðheilbrigðisþjónusta verði veitt á viðeigandi hátt á hverju þjónustustigi. Unnið verði lagafrumvarp um framkvæmd öryggisráðstafana og viðeigandi breytingar gerðar á almennum hegningarlögum, lögum um heilbrigðisþjónustu og fleiri lögum. Eftirlit með úrræðum verði bætt og reglulegt endurmat á öryggisráðstöfunum tryggt. Hópurinn áréttar einnig að breyta þurfi fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda þannig að rétt úrræði séu fyrir hendi þegar þeirra er þörf. Rannsóknir sýni fram á að með markvissri snemmtækri íhlutun sé hægt að koma í veg fyrir fjölgun einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda á fullorðinsárum. Hópurinn sem leiddur er af forsætisráðuneyti mun halda áfram að vinna að frekari tillögum í þessum málum en í honum eru einnig fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og innviðaráðuneyti.
Fangelsismál Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52 „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52
„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00