„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2024 22:55 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir víðtækt samráð hafa verið haft við íbúa í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira