Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 22:45 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi Sæmarks, fær 20 milljónir ekki greiddar frá Elísabetu Erlu Dungal, fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Sigurður Gísli hélt því fram að um peningalán til hennar hafi verið að ræða, sem henni hafi borið að endurgreiða, en var ekki talinn hafa fært nægilegar sönnur fyrir því. Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira