„Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 11:02 Arnór Smárason (til hægri) er tekinn við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Val. Starfið er hans fyrsta eftir að knattspyrnuskónir fóru á hilluna. Mynd: Valur Arnór Smárason var á dögunum ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Hann sér mikil tækifæri hjá félaginu. Vill halda vel utan um yngri flokka félagsins, þróa hungraða og gæða mikla leikmenn sem gætu reynst meistaraflokkum Vals dýrmætir. Starfið markar fyrsta skref Arnórs eftir farsælan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður. Þegar Valur leitaði til hans þurfti Arnór ekki að hugsa sig tvisvar um. „Þetta hefur alltaf blundað í mér. Að fara þessa leið,“ segir Arnór. „Ég hef náttúrulega gríðarlegan áhuga á fótbolta og er með reynslu úr knattspyrnuheiminum. Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram. Ég held að þetta sé spennandi starf og gott starf fyrir mig til þess að taka mín fyrstu skref eftir knattspyrnuferilinn. Forráðamenn knattspyrnudeildar félagsins höfðu samband við mig og við tókum góða fundi. Mér leist strax mjög vel á þetta. Það eru rosalegir möguleikar í boði hérna hjá Val. Hverfið hér í kring er að stækka mjög hratt og iðkendafjöldi í yngri flokkunum í takt við það, bæði hjá strákum og stelpu. Ég sé mikil tækifæri þar. Það er gaman að koma inn í þetta. Móta þessa stefnu fyrir yngri flokkana þannig að þessir krakkar sem eru í Val fái bestu mögulegu þjálfun og utanumhald. Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég tel bjarta tíma framu hjá Val.“ Hlúa að ungviðinu Líkt og Arnór segir fer Valsfjölskyldan stækkandi með stækkun hverfisins í kringum höfuðstöðvar félagsins og aðstaðan er að byggjast upp jafnt og þétt. Hlúa á að grunninum, ungviðinu, en í gegnum tíðina hefur verið bent á það hversu fáir uppaldir leikmenn hafa verið að spila fyrir meistaraflokka Vals. „Eins og þú segir réttilega hefur það ekki gengið sem skyldi síðustu áratugi. Það eru breyttir tímar. Við erum að fara mikið í aðstöðumál á næstunni. Það er að koma nýr æfingarvöllur og svo á næstu árum á að rísa hér knatthús sem mun styrkja innviði félagsins gríðarlega í sambandi við iðkendafjöldann. Ég tel að við getum boðið þessu krökkum topp aðstöðu hjá topp félagi og að klárlega á næstu árum og áratugum verði fleiri uppaldir Valsmenn í liðunum. Það er spennandi verkefni að takast á við.“ Munu breyta innkaupastefnunni En Valur er félag sem sækir alltaf í átt að titlum og var síðasta tímabil ákveðin vonbrigði þar sem að hvorki kvenna- né karlaliðinu tókst að vinna Íslandsmeistaratitil en konurnar urðu þó bikarmeistarar. „Valur er metnaðarfullt félag sem vill berjast á öllum vígstöðum. Ef við lítum til baka nokkur ár aftur í tímann þá hafa hóparnir verið samsettir með sigur strax (e. win now) stefnu. Að sjálfsögðu munum við vera með samkeppnishæf lið en munum kannski breyta okkar innkaupastefnu örlítið. Flýta okkur hægt, leita að réttum leikmönnum sem eru aðeins yngri, metnaðarfullir og vilja koma í Val.“ Bikarmeistarar Vals í fótbolta árið 2024. Valskonur báru sigurorðið af Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli.Vísir/Anton Brink „Það verður lykilinn að þeim leikmönnum, bæði karla- og kvenna megin, sem við munum líta í. Valur er stórt félag á Íslandi sem vill alltaf berjast á toppnum. Við munum halda því áfram og munum nota bæði þessa öflugu flokka sem eru að koma upp, halda vel utan um þá. Koma þeim upp í meistaraflokk með tíð og tíma og með því finna réttu leikmennina í góðri blöndu. Þannig að hópurinn sé vel samsettur af hungruðum leikmönnum í bland við gæði.“ Gylfi Þór klárlega partur af því Það dylst engum að gæðamikla leikmenn er að finna bæði í röðum kvennaliðs Vals sem og karlaliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, er þeirra á meðal en greint hefur verið frá því að á milli tímabila hafi kauptilboði í hann verið hafnað. Verður Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals á næsta tímabili? „Gylfi er samningsbundinn Val. Algjör topp drengur og leikmaður. Að sjálfsögðu viljum við hafa Gylfa Þór Sigurðsson með okkur og viljum byggja gott lið sem er samkeppnishæft. Gylfi Þór er klárlega partur af því.“ Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við Val fyrir síðasta tímabilvísir/Diego „Átti hérna mjög góða tíma“ Það er ákveðin rómantík fólgin í því að Skagamaðurinn Arnór Smárason sé nú mættur til Vals. Því þó svo að ekkert toppi Skagahjarta hans er því ekki að neita að Vals taugin er sterk í honum. „Ég var hérna í tvö ár. Endaði minn atvinnumannaferil og byrjað minn feril hér á Íslandi eftir það með Val. Átti hérna mjög góðan tíma. Þekki fólkið hérna í húsinu sem er mikill plús. Það er frábært fólk sem vinnur hérna hjá Val. Hægt að læra mikið af mörgum. Ég ætla að koma inn með mína jákvæðni og metnað. Taka fótboltalegu reynsluna sem ég hef fengið í gegnum minn feril og líta svolítið á þetta með knattspyrnulegum augum. Það mun vera minn fókus. Arnór í leik með Val VÍSIR/VILHELM „Um leið og Valur kom upp eftir að skórnir fóru á hilluna fannst mér það tækifæri sem ég gæti ekki sagt nei við. Ég er mjög metnaðarfullur sjálfur, lýst vel á það sem menn vilja fara í hérna hjá Val. Vil verða hluti af því og er mjög spenntur fyrir því.“ Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Starfið markar fyrsta skref Arnórs eftir farsælan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður. Þegar Valur leitaði til hans þurfti Arnór ekki að hugsa sig tvisvar um. „Þetta hefur alltaf blundað í mér. Að fara þessa leið,“ segir Arnór. „Ég hef náttúrulega gríðarlegan áhuga á fótbolta og er með reynslu úr knattspyrnuheiminum. Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram. Ég held að þetta sé spennandi starf og gott starf fyrir mig til þess að taka mín fyrstu skref eftir knattspyrnuferilinn. Forráðamenn knattspyrnudeildar félagsins höfðu samband við mig og við tókum góða fundi. Mér leist strax mjög vel á þetta. Það eru rosalegir möguleikar í boði hérna hjá Val. Hverfið hér í kring er að stækka mjög hratt og iðkendafjöldi í yngri flokkunum í takt við það, bæði hjá strákum og stelpu. Ég sé mikil tækifæri þar. Það er gaman að koma inn í þetta. Móta þessa stefnu fyrir yngri flokkana þannig að þessir krakkar sem eru í Val fái bestu mögulegu þjálfun og utanumhald. Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég tel bjarta tíma framu hjá Val.“ Hlúa að ungviðinu Líkt og Arnór segir fer Valsfjölskyldan stækkandi með stækkun hverfisins í kringum höfuðstöðvar félagsins og aðstaðan er að byggjast upp jafnt og þétt. Hlúa á að grunninum, ungviðinu, en í gegnum tíðina hefur verið bent á það hversu fáir uppaldir leikmenn hafa verið að spila fyrir meistaraflokka Vals. „Eins og þú segir réttilega hefur það ekki gengið sem skyldi síðustu áratugi. Það eru breyttir tímar. Við erum að fara mikið í aðstöðumál á næstunni. Það er að koma nýr æfingarvöllur og svo á næstu árum á að rísa hér knatthús sem mun styrkja innviði félagsins gríðarlega í sambandi við iðkendafjöldann. Ég tel að við getum boðið þessu krökkum topp aðstöðu hjá topp félagi og að klárlega á næstu árum og áratugum verði fleiri uppaldir Valsmenn í liðunum. Það er spennandi verkefni að takast á við.“ Munu breyta innkaupastefnunni En Valur er félag sem sækir alltaf í átt að titlum og var síðasta tímabil ákveðin vonbrigði þar sem að hvorki kvenna- né karlaliðinu tókst að vinna Íslandsmeistaratitil en konurnar urðu þó bikarmeistarar. „Valur er metnaðarfullt félag sem vill berjast á öllum vígstöðum. Ef við lítum til baka nokkur ár aftur í tímann þá hafa hóparnir verið samsettir með sigur strax (e. win now) stefnu. Að sjálfsögðu munum við vera með samkeppnishæf lið en munum kannski breyta okkar innkaupastefnu örlítið. Flýta okkur hægt, leita að réttum leikmönnum sem eru aðeins yngri, metnaðarfullir og vilja koma í Val.“ Bikarmeistarar Vals í fótbolta árið 2024. Valskonur báru sigurorðið af Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli.Vísir/Anton Brink „Það verður lykilinn að þeim leikmönnum, bæði karla- og kvenna megin, sem við munum líta í. Valur er stórt félag á Íslandi sem vill alltaf berjast á toppnum. Við munum halda því áfram og munum nota bæði þessa öflugu flokka sem eru að koma upp, halda vel utan um þá. Koma þeim upp í meistaraflokk með tíð og tíma og með því finna réttu leikmennina í góðri blöndu. Þannig að hópurinn sé vel samsettur af hungruðum leikmönnum í bland við gæði.“ Gylfi Þór klárlega partur af því Það dylst engum að gæðamikla leikmenn er að finna bæði í röðum kvennaliðs Vals sem og karlaliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, er þeirra á meðal en greint hefur verið frá því að á milli tímabila hafi kauptilboði í hann verið hafnað. Verður Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals á næsta tímabili? „Gylfi er samningsbundinn Val. Algjör topp drengur og leikmaður. Að sjálfsögðu viljum við hafa Gylfa Þór Sigurðsson með okkur og viljum byggja gott lið sem er samkeppnishæft. Gylfi Þór er klárlega partur af því.“ Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við Val fyrir síðasta tímabilvísir/Diego „Átti hérna mjög góða tíma“ Það er ákveðin rómantík fólgin í því að Skagamaðurinn Arnór Smárason sé nú mættur til Vals. Því þó svo að ekkert toppi Skagahjarta hans er því ekki að neita að Vals taugin er sterk í honum. „Ég var hérna í tvö ár. Endaði minn atvinnumannaferil og byrjað minn feril hér á Íslandi eftir það með Val. Átti hérna mjög góðan tíma. Þekki fólkið hérna í húsinu sem er mikill plús. Það er frábært fólk sem vinnur hérna hjá Val. Hægt að læra mikið af mörgum. Ég ætla að koma inn með mína jákvæðni og metnað. Taka fótboltalegu reynsluna sem ég hef fengið í gegnum minn feril og líta svolítið á þetta með knattspyrnulegum augum. Það mun vera minn fókus. Arnór í leik með Val VÍSIR/VILHELM „Um leið og Valur kom upp eftir að skórnir fóru á hilluna fannst mér það tækifæri sem ég gæti ekki sagt nei við. Ég er mjög metnaðarfullur sjálfur, lýst vel á það sem menn vilja fara í hérna hjá Val. Vil verða hluti af því og er mjög spenntur fyrir því.“
Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki