Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2024 14:04 Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar. Aðsend Mikil gleði ríkir í Hveragerði þessa dagana því Hveragerðisbær var að fá 342 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna byggingar nýrrar skolphreinsistöðvar í bænum. Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar og um leið að þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Einnig mun Hveragerðisbær sýna fram á nýtt eftirlit með seyru og örplasti en það hefur ekki verið gert áður hér á landi. Pétur G. Markan er bæjarstjóri í Hveragerði. „Eitt af okkar stóru verkefnum undanfarið hefur verið að skipuleggja og fara svo í kjölfarið í framkvæmdir á nýrri skolphreinsistöð, sem verður þá viðbót við skolphreinsistöðina, sem er í dag, sem er til fyrirmyndar á landsvísu, þriggja þrepa skolphreinsistöð, sem hefur þjónað vel en er komin tími á. Nú þurfum við að bæta við hana og þessi styrkur mun nýtast geysilega vel í þá uppbyggingu og það verkefni,” segir Pétur. Pétur segir að nýja skolphreinsistöðin verði á heimsmælikvarða því hún verði svo flott og fullkominn. „Svo er það bara þannig að það hlýtur að vera hluti af sjálfsmynd allra bæjarfélaga að vera með skólphreinsimálin sín í lagi og hér hafa þau verið í lagi og ég held að það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þessu,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, sem er sérstaklega kátur þessa dagana með myndarlega styrkinn frá Evrópusambandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En dugar styrkurinn frá Evrópusambandinu fyrir nýju skolphreinsistöðinni eða hvað ? „Nei, þetta dugar nú ekki til. Hlutur bæjarins verður mjög myndarlegur á endanum. Við höfum oft verið að horfa einhvers staðar í kringum milljarð í svona lokakostnað við stöðina. Þetta eru dýrar stöðvar, þetta er dýr innviðauppbygging,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði. Mikil ánægja hjá íbúum í blómabænum í Hveragerði með styrkinn til nýju skolphreinsistöðvarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Evrópusambandið Skólp Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar og um leið að þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Einnig mun Hveragerðisbær sýna fram á nýtt eftirlit með seyru og örplasti en það hefur ekki verið gert áður hér á landi. Pétur G. Markan er bæjarstjóri í Hveragerði. „Eitt af okkar stóru verkefnum undanfarið hefur verið að skipuleggja og fara svo í kjölfarið í framkvæmdir á nýrri skolphreinsistöð, sem verður þá viðbót við skolphreinsistöðina, sem er í dag, sem er til fyrirmyndar á landsvísu, þriggja þrepa skolphreinsistöð, sem hefur þjónað vel en er komin tími á. Nú þurfum við að bæta við hana og þessi styrkur mun nýtast geysilega vel í þá uppbyggingu og það verkefni,” segir Pétur. Pétur segir að nýja skolphreinsistöðin verði á heimsmælikvarða því hún verði svo flott og fullkominn. „Svo er það bara þannig að það hlýtur að vera hluti af sjálfsmynd allra bæjarfélaga að vera með skólphreinsimálin sín í lagi og hér hafa þau verið í lagi og ég held að það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þessu,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, sem er sérstaklega kátur þessa dagana með myndarlega styrkinn frá Evrópusambandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En dugar styrkurinn frá Evrópusambandinu fyrir nýju skolphreinsistöðinni eða hvað ? „Nei, þetta dugar nú ekki til. Hlutur bæjarins verður mjög myndarlegur á endanum. Við höfum oft verið að horfa einhvers staðar í kringum milljarð í svona lokakostnað við stöðina. Þetta eru dýrar stöðvar, þetta er dýr innviðauppbygging,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði. Mikil ánægja hjá íbúum í blómabænum í Hveragerði með styrkinn til nýju skolphreinsistöðvarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Evrópusambandið Skólp Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira