Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2024 18:01 Klopp og Lijnders (t.h.) þegar allt lék í lyndi. Klopp slapp við að eiga erfitt samtal við fyrrum aðstoðarmann sinn, en hann tekur til starfa hjá Red Bull um áramótin. Mike Hewitt/Getty Images Hollendingurinn Pep Lijnders hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Red Bull Salzburg eftir slakt gengi. Lijnders entist aðeins örfáa mánuði í starfi. Lijnders fékk sénsinn hjá Salzburg eftir að hafa sagt upp samhliða Klopp hjá Liverpool í sumar. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Hollendingsins en honum gekk ekki vel sem stjóri NEC Nijmegen í Hollandi árið 2018. Hann var aðstoðarþjálfari Klopp frá 2015 til 2018. Í janúar 2018 tók hann við NEC en mistókst að stýra liðinu upp í efstu deild og rekinn í maí sama ár. Hann var endurráðinn í teymi Klopps sumarið 2018 og var aðstoðarþjálfari hans við góðar orðstír þar til í sumar. OFFICIAL: FC Red Bull Salzburg and Pepijn Lijnders are parting ways, the 41-year-old Dutchman was released from his duties today. Thank you for your commitment and all the best for the future, Pep!— FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) December 16, 2024 Þónokkur lið eru sögð hafa falast eftir kröftum þessa 41 árs Hollendings en öðru sinni gekk illa sem aðalþjálfari. Salzburg hafði unnið deildina austurrísku 10 ár í röð þar til Sturm Graz varð meistari síðasta vor. Gengið hefur verið brösuglegt á miðað við það sem menn hjá Salzburg eru vanir. Liðið situr í fimmta sæti með 26 stig, tíu stigum frá toppnum. Þá hefur Salzburg tapað fimm af sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. Lijnders var því sagt upp störfum í dag. Klopp slapp við að segja fyrrum starfsfélaga sínum upp en hann tekur til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull-samsteypunni um áramótin. Red Bull rekur knattspyrnulið í Leipzig, New York og Brasilíu auk Salzburgar. Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Lijnders fékk sénsinn hjá Salzburg eftir að hafa sagt upp samhliða Klopp hjá Liverpool í sumar. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Hollendingsins en honum gekk ekki vel sem stjóri NEC Nijmegen í Hollandi árið 2018. Hann var aðstoðarþjálfari Klopp frá 2015 til 2018. Í janúar 2018 tók hann við NEC en mistókst að stýra liðinu upp í efstu deild og rekinn í maí sama ár. Hann var endurráðinn í teymi Klopps sumarið 2018 og var aðstoðarþjálfari hans við góðar orðstír þar til í sumar. OFFICIAL: FC Red Bull Salzburg and Pepijn Lijnders are parting ways, the 41-year-old Dutchman was released from his duties today. Thank you for your commitment and all the best for the future, Pep!— FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) December 16, 2024 Þónokkur lið eru sögð hafa falast eftir kröftum þessa 41 árs Hollendings en öðru sinni gekk illa sem aðalþjálfari. Salzburg hafði unnið deildina austurrísku 10 ár í röð þar til Sturm Graz varð meistari síðasta vor. Gengið hefur verið brösuglegt á miðað við það sem menn hjá Salzburg eru vanir. Liðið situr í fimmta sæti með 26 stig, tíu stigum frá toppnum. Þá hefur Salzburg tapað fimm af sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. Lijnders var því sagt upp störfum í dag. Klopp slapp við að segja fyrrum starfsfélaga sínum upp en hann tekur til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull-samsteypunni um áramótin. Red Bull rekur knattspyrnulið í Leipzig, New York og Brasilíu auk Salzburgar.
Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira