Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Rafn Ágúst Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. desember 2024 19:16 Faraldur RS-veiru hefur verið sérstaklega þungur þetta árið. Vísir Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46