Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar 18. desember 2024 08:00 UN Women á Íslandi fagnar í dag að 35 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á Íslandi. Í 35 ár hefur UN Women á Íslandi unnið að því að fræða almenning um stöðu kvenna og stúlkna um allan heim og afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Á tímamótum sem þessum er tilefni til að líta yfir farinn veg og rifja upp áfangasigra samtakanna. Saga UN Women á Íslandi hófst árið 1989 þegar nokkrar hugsjónakonur tóku sig saman og stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Tíu einstaklingar mættu á stofnfundinn þar sem kosið var í fimm manna stjórn og Sæunn Andrésdóttir kjörin fyrsti formaður landsnefndarinnar. Konurnar sem skipuðu stjórnina lögðu á sig ómælda vinnu til að kynna starfsemi UNIFEM fyrir stjórnvöldum og almenningi, allt í sjálfboðavinnu og samhliða fullri vinnu annars staðar. Fyrstu árin einkenndust af takmörkuðum áhuga og skilningi á málefninu, en á þessum tíma var lítið rætt um þróunarmál á Íslandi og enn síður hugað að jafnréttissjónarmiðum í því samhengi. Með árunum jókst þó áhugi hjá stjórnvöldum, einkageiranum og almenningi fyrir starfi landsnefndar UNIFEM og var það þrotlausri vinnu stjórnar UNIFEM að þakka. Tímamót þegar UN Women var sett á fót Árið 2006 urðu svo tímamót í sögu UNIFEM á Íslandi þegar hægt var að ráða fyrstu starfskonu landsnefndarinnar í fullt starf. Annar stór og mikilvægur áfangi í sögu landsnefndarinnar varð árið 2010 þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að sameina UNIFEM-sjóðinn nokkrum smærri rannsóknarstofnunum um kynjajafnrétti innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, var sett á fót og er enn í dag eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar alfarið í þágu kvenna og jafnréttis. Með stofnun UN Women sýndu aðildarríki SÞ í verki hve mikilvæg jafnréttismál eru fyrir framþróun heimsins alls, því það er löngu orðið ljóst að án jafnréttis verður ekki mögulegt að uppfylla önnur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland skásta land í heimi í jafnréttismálum UN Women á Íslandi er ein þrettán starfandi landsnefnda UN Women. Landsnefndirnar eru skráðar sem frjáls félagasamtök og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Helsta hlutverk þeirra er að styðja við verkefni UN Women á heimsvísu með fjáröflun og vitundarvakningu. Átta ár í röð hefur UN Women á Íslandi sent hæstu kjarnaframlög allra landsnefnda UN Women til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, kallaðir Ljósberar, eru stærstu bakhjarlar samtakanna og eru framlög þeirra ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi geta sent út hæstu kjarnaframlögin ár eftir ár. Að auki stendur UN Women á Íslandi reglulega fyrir fjáröflunum sem eru eyrnamerktar ákveðnum verkefnum eða landssvæðum. Þar má nefna hina árlegu FO-herferð sem hefur frá upphafi safnað hátt í 120 milljónum í verkefni UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Getum við orðið fyrst í heimi? Verkefni UN Women á heimsvísu er mörg og margþætt en hafa öll sama markmið – að vinna að framgangi jafnréttis og efla konur og stúlkur um allan heim. Þetta er gert með ýmsum leiðum, m.a. í samvinnu og samtali við stjórnvöld ríkja til að þrýsta á lagabreytingar, með því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð á tímum hamfara og átaka og með fjárstuðningi við kvenrekin félagasamtök, til dæmis í Afganistan. Jafnrétti hefur aldrei fengist án óeigingjarnar baráttu kvenna og bakhjarla þeirra. Og það mun aldrei nást nema öll leggi sín lóð á vogarskálarnar. Á 35 ára afmæli UN Women á Íslandi hvetja samtökin ný stjórnvöld til þess að einsetja sér að verða fyrsta ríki heims til að ná jafnrétti og halda áfram að vera fánaberi jafnréttis á alþjóðavettvangi. Næsta kynslóð Íslendinga gæti þar með orðið fyrsta kynslóðin í mannkynssögunni sem elst upp við kynjajöfnuð. Með þeim hætti getur litla Ísland sannarlega skráð sig í sögubækurnar – en það gerist ekki án fjármagns og samtakamáttar. Við þökkum öllum okkar bakhjörlum; stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum, ómetanlegt samstarf og stuðning í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að breyta heiminum til hins betra fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
UN Women á Íslandi fagnar í dag að 35 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á Íslandi. Í 35 ár hefur UN Women á Íslandi unnið að því að fræða almenning um stöðu kvenna og stúlkna um allan heim og afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Á tímamótum sem þessum er tilefni til að líta yfir farinn veg og rifja upp áfangasigra samtakanna. Saga UN Women á Íslandi hófst árið 1989 þegar nokkrar hugsjónakonur tóku sig saman og stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Tíu einstaklingar mættu á stofnfundinn þar sem kosið var í fimm manna stjórn og Sæunn Andrésdóttir kjörin fyrsti formaður landsnefndarinnar. Konurnar sem skipuðu stjórnina lögðu á sig ómælda vinnu til að kynna starfsemi UNIFEM fyrir stjórnvöldum og almenningi, allt í sjálfboðavinnu og samhliða fullri vinnu annars staðar. Fyrstu árin einkenndust af takmörkuðum áhuga og skilningi á málefninu, en á þessum tíma var lítið rætt um þróunarmál á Íslandi og enn síður hugað að jafnréttissjónarmiðum í því samhengi. Með árunum jókst þó áhugi hjá stjórnvöldum, einkageiranum og almenningi fyrir starfi landsnefndar UNIFEM og var það þrotlausri vinnu stjórnar UNIFEM að þakka. Tímamót þegar UN Women var sett á fót Árið 2006 urðu svo tímamót í sögu UNIFEM á Íslandi þegar hægt var að ráða fyrstu starfskonu landsnefndarinnar í fullt starf. Annar stór og mikilvægur áfangi í sögu landsnefndarinnar varð árið 2010 þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að sameina UNIFEM-sjóðinn nokkrum smærri rannsóknarstofnunum um kynjajafnrétti innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, var sett á fót og er enn í dag eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar alfarið í þágu kvenna og jafnréttis. Með stofnun UN Women sýndu aðildarríki SÞ í verki hve mikilvæg jafnréttismál eru fyrir framþróun heimsins alls, því það er löngu orðið ljóst að án jafnréttis verður ekki mögulegt að uppfylla önnur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland skásta land í heimi í jafnréttismálum UN Women á Íslandi er ein þrettán starfandi landsnefnda UN Women. Landsnefndirnar eru skráðar sem frjáls félagasamtök og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Helsta hlutverk þeirra er að styðja við verkefni UN Women á heimsvísu með fjáröflun og vitundarvakningu. Átta ár í röð hefur UN Women á Íslandi sent hæstu kjarnaframlög allra landsnefnda UN Women til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, kallaðir Ljósberar, eru stærstu bakhjarlar samtakanna og eru framlög þeirra ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi geta sent út hæstu kjarnaframlögin ár eftir ár. Að auki stendur UN Women á Íslandi reglulega fyrir fjáröflunum sem eru eyrnamerktar ákveðnum verkefnum eða landssvæðum. Þar má nefna hina árlegu FO-herferð sem hefur frá upphafi safnað hátt í 120 milljónum í verkefni UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Getum við orðið fyrst í heimi? Verkefni UN Women á heimsvísu er mörg og margþætt en hafa öll sama markmið – að vinna að framgangi jafnréttis og efla konur og stúlkur um allan heim. Þetta er gert með ýmsum leiðum, m.a. í samvinnu og samtali við stjórnvöld ríkja til að þrýsta á lagabreytingar, með því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð á tímum hamfara og átaka og með fjárstuðningi við kvenrekin félagasamtök, til dæmis í Afganistan. Jafnrétti hefur aldrei fengist án óeigingjarnar baráttu kvenna og bakhjarla þeirra. Og það mun aldrei nást nema öll leggi sín lóð á vogarskálarnar. Á 35 ára afmæli UN Women á Íslandi hvetja samtökin ný stjórnvöld til þess að einsetja sér að verða fyrsta ríki heims til að ná jafnrétti og halda áfram að vera fánaberi jafnréttis á alþjóðavettvangi. Næsta kynslóð Íslendinga gæti þar með orðið fyrsta kynslóðin í mannkynssögunni sem elst upp við kynjajöfnuð. Með þeim hætti getur litla Ísland sannarlega skráð sig í sögubækurnar – en það gerist ekki án fjármagns og samtakamáttar. Við þökkum öllum okkar bakhjörlum; stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum, ómetanlegt samstarf og stuðning í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að breyta heiminum til hins betra fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar