Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 17:30 Írinn Conor McGregor ætlar að berjast aftur í MMA en fyrst er það hnefaleikabardagi á Indlandi. Getty/ Jeff Bottari Conor McGregor ætlar sér að snúa aftur í MMA búrið í næstu framtíð en næst á dagskrá hjá honum er hins vegar hnefaleikabardagi við YouTube stjörnuna Logan Paul. McGregor er fyrrum tvöfaldur meistari í UFC og einn allra vinsælasti bardagamaður heims. Það er því mikill áhugi á hvað hann gerir næst eftir erfiða mánuði upp á síðkastið, bæði innan og utan búrsins. McGregor hafði samþykkt að berjast við Michael Chandler á UFC 303 í júní en varð að hætta við bardagann vegna meiðsla. Á dögunum var hann dæmdur sekur fyrir kynferðisbrot gegn konu í einkamáli sem hún höfðaði gegn honum fyrir dómstól í Dublin. McGregor sagði konuna hafa veitt samþykki sitt og að hann ætli að áfrýja dómnum. McGregor notaði samfélagsmiðla sína í dag til að segja frá næsta bardaga. „Orðrómur um að bardaga við [Ilia] Topurio er falskur,“ skrifaði Conor McGregor á samfélagsmiðilinn X. „Ég er byrjaður í viðræðum við Ambani fjölskylduna um að berjast við Logan Paul í hnefaleikabardaga á Indlandi. Ég hef samþykkt að taka þátt í honum. Ég mun síðan í framhaldinu leitast eftir endurkomu í búrið,“ skrifaði McGregor. Logan Paul er YouTube stjarna og áhrifavaldur. Hann hefur barist fjórum sinnum í hnefaleikum og einn þeirra tapaði hann á móti KSI. Þeir skildu jafnir í hinum bardaga sínum. Paul gerði einnig jafntefli við Floyd Mayweather og vann síðan MMA bardagamanninn Dillon Danis. Logan Paul hefur samt að undanförnu skapað sér stærra nafn í fjölbragðaglímuheiminum þar sem hann vann bandaríska meistaramótið í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible) MMA Box Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sjá meira
McGregor er fyrrum tvöfaldur meistari í UFC og einn allra vinsælasti bardagamaður heims. Það er því mikill áhugi á hvað hann gerir næst eftir erfiða mánuði upp á síðkastið, bæði innan og utan búrsins. McGregor hafði samþykkt að berjast við Michael Chandler á UFC 303 í júní en varð að hætta við bardagann vegna meiðsla. Á dögunum var hann dæmdur sekur fyrir kynferðisbrot gegn konu í einkamáli sem hún höfðaði gegn honum fyrir dómstól í Dublin. McGregor sagði konuna hafa veitt samþykki sitt og að hann ætli að áfrýja dómnum. McGregor notaði samfélagsmiðla sína í dag til að segja frá næsta bardaga. „Orðrómur um að bardaga við [Ilia] Topurio er falskur,“ skrifaði Conor McGregor á samfélagsmiðilinn X. „Ég er byrjaður í viðræðum við Ambani fjölskylduna um að berjast við Logan Paul í hnefaleikabardaga á Indlandi. Ég hef samþykkt að taka þátt í honum. Ég mun síðan í framhaldinu leitast eftir endurkomu í búrið,“ skrifaði McGregor. Logan Paul er YouTube stjarna og áhrifavaldur. Hann hefur barist fjórum sinnum í hnefaleikum og einn þeirra tapaði hann á móti KSI. Þeir skildu jafnir í hinum bardaga sínum. Paul gerði einnig jafntefli við Floyd Mayweather og vann síðan MMA bardagamanninn Dillon Danis. Logan Paul hefur samt að undanförnu skapað sér stærra nafn í fjölbragðaglímuheiminum þar sem hann vann bandaríska meistaramótið í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible)
MMA Box Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sjá meira