Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 06:31 Maestro sýndi mikinn andlegan styrk og fórnfýsi fyrir Adana Demirspor sem vann leikinn. Getty/Eren Bozkurt Angólski knattspyrnumaðurinn Maestro fékk slæmar fréttir í miðjum leik í tyrknesku deildinni á dögunum en sýndi mikinn andlegan styrk með því að klára leikinn. Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Tyrkneski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Tyrkneski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti