Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 08:48 Björgvin framdi íkveikjuna á Akranesi. Vísir/Vilhelm Björgvin Ó. Melsteð Ásgeirsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að kveikja í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi á gamlárskvöld árið 2023. Þá hefur honum verið gert að greiða tæplega 43 milljónir króna í skaðabætur. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem kveðinn var upp í gær, segir að Björgvin hafi verið ákærður fyrir brennu, með því að hafa að kvöldi 31. desember 2023, brotið rúðu í glugga veitingastaðarins og hellt bensíni inn um gluggann og lagt þar eld að þannig að eldur blossaði upp. Með athæfi sínu hafi hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og augljósa hættu á yfirgripsmiklu eignatjóni á húsnæði veitingastaðarins, en slökkvilið hafi ráðið niðurlögum eldsins. Björgvin hafi fyrir dómi játað brot sín skýlaust og játningin hafi verið studd sakargögnum. Því hafi dómur verið lagður á málið án frekari sönnunarfærslu. Vildu frekar að fólk fordæmdi verknaðinn en Björgvin Greint var frá því í byrjun síðasta árs að maður hefði við yfirheyrslur játað að hafa lagt eld að Útgerðinni. Ljóst er að þar var Björgvin á ferð. Í færslu á Facebook-síðu Útgerðarinnar sagði á sínum tíma að um leið og forsvarsmenn staðarins þökkuðu fyrir hringingar, skilaboð, heimsóknir og boð um aðstoð þá væri fólk beðið um fordæma frekar verknaðinn en þann sem stóð að íkveikjunni. „Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur ÖLL,“ sagði í færslunni. Sættir sig við nokkuð feitan reikning Í dóminum segir að fyrir hönd Sjóvár hafi verið gerð einkaréttarkrafa upp á 14,8 milljónir króna í skaðabætur og fyrir Ásborgar-bars ehf. og V80 slf. hafi verið gerð sameiginleg krafa upp 28 milljónir króna í skaðabætur. Við rekstur málsins hafi lögmaður síðarnefndra félaganna tveggja upplýst um að V80 slf. væri með réttu eigandi og réttur handhafi þeirrar skaðabótakröfu sem félögin hefðu gert í málinu. Björgvin hafi fyrir dómi fallist á allar lýstar bótakröfur. Olli miklu tjóni Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að augljóst sé af ögnum málsins að háttsemi Björgvins hafi verið til þess fallin að valda miklu fjárhagstjóni, eða hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna, eins og það sé orðað í ákvæði almennra hegningarlaga um íkveikju, og sú hafi enda orðið raunin. Þótt svo virðist sem að enginn hafi verið í bráðri hættu vegna þessa verði ekki annað séð en að Björgvin hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Í ákvæðinu segir að fangelsisrefsing skuli ekki vera lægri en tvö ár, hafi sá, sem kveikti í, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Með vísan til þess væri Björgvin dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en þó þætti rétt, eftir atvikum málsins, að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Loks var Björgvin dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 900 þúsund krónur, og 845 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Akranes Dómsmál Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem kveðinn var upp í gær, segir að Björgvin hafi verið ákærður fyrir brennu, með því að hafa að kvöldi 31. desember 2023, brotið rúðu í glugga veitingastaðarins og hellt bensíni inn um gluggann og lagt þar eld að þannig að eldur blossaði upp. Með athæfi sínu hafi hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og augljósa hættu á yfirgripsmiklu eignatjóni á húsnæði veitingastaðarins, en slökkvilið hafi ráðið niðurlögum eldsins. Björgvin hafi fyrir dómi játað brot sín skýlaust og játningin hafi verið studd sakargögnum. Því hafi dómur verið lagður á málið án frekari sönnunarfærslu. Vildu frekar að fólk fordæmdi verknaðinn en Björgvin Greint var frá því í byrjun síðasta árs að maður hefði við yfirheyrslur játað að hafa lagt eld að Útgerðinni. Ljóst er að þar var Björgvin á ferð. Í færslu á Facebook-síðu Útgerðarinnar sagði á sínum tíma að um leið og forsvarsmenn staðarins þökkuðu fyrir hringingar, skilaboð, heimsóknir og boð um aðstoð þá væri fólk beðið um fordæma frekar verknaðinn en þann sem stóð að íkveikjunni. „Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur ÖLL,“ sagði í færslunni. Sættir sig við nokkuð feitan reikning Í dóminum segir að fyrir hönd Sjóvár hafi verið gerð einkaréttarkrafa upp á 14,8 milljónir króna í skaðabætur og fyrir Ásborgar-bars ehf. og V80 slf. hafi verið gerð sameiginleg krafa upp 28 milljónir króna í skaðabætur. Við rekstur málsins hafi lögmaður síðarnefndra félaganna tveggja upplýst um að V80 slf. væri með réttu eigandi og réttur handhafi þeirrar skaðabótakröfu sem félögin hefðu gert í málinu. Björgvin hafi fyrir dómi fallist á allar lýstar bótakröfur. Olli miklu tjóni Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að augljóst sé af ögnum málsins að háttsemi Björgvins hafi verið til þess fallin að valda miklu fjárhagstjóni, eða hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna, eins og það sé orðað í ákvæði almennra hegningarlaga um íkveikju, og sú hafi enda orðið raunin. Þótt svo virðist sem að enginn hafi verið í bráðri hættu vegna þessa verði ekki annað séð en að Björgvin hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Í ákvæðinu segir að fangelsisrefsing skuli ekki vera lægri en tvö ár, hafi sá, sem kveikti í, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Með vísan til þess væri Björgvin dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en þó þætti rétt, eftir atvikum málsins, að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Loks var Björgvin dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 900 þúsund krónur, og 845 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Akranes Dómsmál Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira