„Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 22:31 Vinicius Junior sést hér með verðlaun sín frá FIFA en fyrir aftan má sjá Gianni Infantino, forseta FIFA með Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid. Nú bætti allt Real fólkið á hófið. Getty/Christopher Pike Vinícius Júnior lét gagnrýnendur sína heyra það eftir að hann fékk verðlaunin sem besti fótboltamaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. „Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Spænski boltinn FIFA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
„Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Spænski boltinn FIFA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira