Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 08:51 Nayib Bukele, forseti El Salvador, heldur á stuttermabol með slagorði fyrir rafmyntir. Hann gerði bitcoin að opinberum gjaldmiðli árið 2021. Vísir/EPA Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. Samkomulagið um lánveitinguna dregur verulega úr áhættunni sem fylgir rafmyntarstefnu salvadorskra stjórnvalda, að sögn gjaldeyrissjóðsins. Það felur meðal annars í sér að stjórnvöld leyfi eigendur fyrirtækja að ákveða sjálfir hvort þeir taki við bitcoin eða ekki. Lán AGS til El Salvador er ætlað að styðja við efnahag Miðameríkuríkisins. Sjóðurinn hafði sagt að stefna landsins í rafmyntarmálum væri steinn í götu þess að það fengi efnahagslega aðstoð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. El Salvador var á barmi greiðslufalls vegna hruns á verði rafmynta árið 2022. Þrátt fyrir það er Nayib Bukele, forseti El Salvador, ekki af baki dottinn í herferð sinni til að rafmyntavæða landið. Hann hefur fagnað styrkingu bitcoin í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Rafmyntin hefur verið í hæstu hæðum undanfarna daga. Bukele hefur verið forseti El Salvadors frá 2019. Stjórnarfar í forsetatíð hans hefur í vaxandi mæli færst í valdboðsátt. Mannréttindasamtök hafa meðal annars gagnrýnt herlög sem hann setti á og gerræðisleg vinnubrögð lögreglu í stríði Bukele við ofbeldisfull fíkniefnagengi landsins. Þá saka þau Bukele um bandamann hans um að afnema kerfisbundið allar hömlur á völd hans sem forseta. El Salvador Rafmyntir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Tengdar fréttir Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. 15. mars 2023 07:01 Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Samkomulagið um lánveitinguna dregur verulega úr áhættunni sem fylgir rafmyntarstefnu salvadorskra stjórnvalda, að sögn gjaldeyrissjóðsins. Það felur meðal annars í sér að stjórnvöld leyfi eigendur fyrirtækja að ákveða sjálfir hvort þeir taki við bitcoin eða ekki. Lán AGS til El Salvador er ætlað að styðja við efnahag Miðameríkuríkisins. Sjóðurinn hafði sagt að stefna landsins í rafmyntarmálum væri steinn í götu þess að það fengi efnahagslega aðstoð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. El Salvador var á barmi greiðslufalls vegna hruns á verði rafmynta árið 2022. Þrátt fyrir það er Nayib Bukele, forseti El Salvador, ekki af baki dottinn í herferð sinni til að rafmyntavæða landið. Hann hefur fagnað styrkingu bitcoin í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Rafmyntin hefur verið í hæstu hæðum undanfarna daga. Bukele hefur verið forseti El Salvadors frá 2019. Stjórnarfar í forsetatíð hans hefur í vaxandi mæli færst í valdboðsátt. Mannréttindasamtök hafa meðal annars gagnrýnt herlög sem hann setti á og gerræðisleg vinnubrögð lögreglu í stríði Bukele við ofbeldisfull fíkniefnagengi landsins. Þá saka þau Bukele um bandamann hans um að afnema kerfisbundið allar hömlur á völd hans sem forseta.
El Salvador Rafmyntir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Tengdar fréttir Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. 15. mars 2023 07:01 Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. 15. mars 2023 07:01
Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09