Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:53 Leikskólinn Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík þar sem 45 börn veiktust, sum alvarlega, af völdum E.coli-gerla í hakkrétti. Vísir/Vilhelm Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant. Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið. Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið.
Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira