Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 13:39 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. Samkvæmt TASS sagði Pútín á blaðamannafundi í morgun að sérfræðingar á Vesturlöndum mættu velja skotmarkið. Sérstaklega var hann að tala um eldflaug sem kallast Oreshnik en þar er um að ræða meðaldræga skotflaug sem borið getur nokkra sjálfstæða sprengjuodda. Eldflaug af þessari gerð var í fyrsta sinn skotið að Úkraínu í síðasta mánuði. Sjá einnig: Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Skotflaugar af þessari gerð virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar sleppa þær mörgum sprengjuoddum sem eru hannaðir til að falla til jarðar á gífurlegum hraða og hæfa skotmörk þar. Rússar segja Oreshnik-eldflaugina nýja af nálinni en sérfræðingar hafa dregið það í efa og segja að breytta gerð af eldri eldflaugum sé um að ræða. Um vestræna sérfræðinga sem efa getu Oreshnik sagði Pútín að þeir mættu velja skotmarkið í „tæknilegu einvígi“. Þar gætu þeir komið loft- og eldflaugavarnarkerfum fyrir og reyna að stöðva skotflaugina. „Við sjáum hvað gerist. Við erum tilbúnir í slíka tilraun,“ sagði Pútín, samkvæmt TASS fréttaveitunni. Eldflaugar af þessari gerð geta borið kjarnorkuvopn en það á við um margar af þeim gerðum eldflauga, bæði stýriflaugar og skotflaugar, sem Rússar hafa skotið að borgum Úkraínu undanfarin þrjú ár. Sjá einnig: Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Oreshnik eru einnig sagðar mjög dýrar í framleiðslu og telja Bandaríkjamenn að Rússar eigi tiltölulega fáar eldflaugar. Þær eru einnig sagðar bera minni sprengjuodda en aðrar eldflaugar sem Rússar skjóta reglulega að skotmörkum í Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Samkvæmt TASS sagði Pútín á blaðamannafundi í morgun að sérfræðingar á Vesturlöndum mættu velja skotmarkið. Sérstaklega var hann að tala um eldflaug sem kallast Oreshnik en þar er um að ræða meðaldræga skotflaug sem borið getur nokkra sjálfstæða sprengjuodda. Eldflaug af þessari gerð var í fyrsta sinn skotið að Úkraínu í síðasta mánuði. Sjá einnig: Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Skotflaugar af þessari gerð virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar sleppa þær mörgum sprengjuoddum sem eru hannaðir til að falla til jarðar á gífurlegum hraða og hæfa skotmörk þar. Rússar segja Oreshnik-eldflaugina nýja af nálinni en sérfræðingar hafa dregið það í efa og segja að breytta gerð af eldri eldflaugum sé um að ræða. Um vestræna sérfræðinga sem efa getu Oreshnik sagði Pútín að þeir mættu velja skotmarkið í „tæknilegu einvígi“. Þar gætu þeir komið loft- og eldflaugavarnarkerfum fyrir og reyna að stöðva skotflaugina. „Við sjáum hvað gerist. Við erum tilbúnir í slíka tilraun,“ sagði Pútín, samkvæmt TASS fréttaveitunni. Eldflaugar af þessari gerð geta borið kjarnorkuvopn en það á við um margar af þeim gerðum eldflauga, bæði stýriflaugar og skotflaugar, sem Rússar hafa skotið að borgum Úkraínu undanfarin þrjú ár. Sjá einnig: Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Oreshnik eru einnig sagðar mjög dýrar í framleiðslu og telja Bandaríkjamenn að Rússar eigi tiltölulega fáar eldflaugar. Þær eru einnig sagðar bera minni sprengjuodda en aðrar eldflaugar sem Rússar skjóta reglulega að skotmörkum í Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20