Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 16:28 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Allison Robbert Þriggja dómara áfrýjunarnefnd í Georgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að héraðssaksóknarinn Fani Willis sé óhæf til að sækja mál gegn Donald Trump, þar sem hann og aðrir hafa verið ákærðir fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Áður hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að Willis þyrfti að reka saksóknarann sem hélt utan um málið vegna ástarsambands þeirra. Tveir af þremur dómurum áfrýjunarnefndarinnar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum, komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki dugði til að segja saksóknaranum upp. Willis þyrfti að segja sig frá málinu. Þeir segja að eina leiðin til að endurvekja traust almennings á ferlinu sé að Willis komi ekki að því. Sjá einnig: Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Mikil óvissa ríkir nú um málaferlin gegn Trump og fjórtán bandamönnum hans í ríkinu en samkvæmt frétt New York Times er líklegt að ákvörðun dómaranna verði áfrýjað til æðra dómstigs, sem er Hæstiréttur Georgíu. Ákvörðunin gæti þó bundið enda á síðasta virka dómsmálið gegn Donald Trump. Trump var sakfelldur í þöggunarmálinu svokallaða í New York en ólíklegt að honum verði refsað í því máli, sökum þess að hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Þá er báðum málum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lokið án niðurstöðu. Þau mál snerust annarsvegar um árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 og hins vegar um leynileg skjöl sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu. Fani Willis er héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu sem er sú stærsta í ríkinu. Ólíklegt þykir að önnur sýsla þar hafi burði til að halda utan um málaferlin og verði málið fært gæti það ferli tekið mörg ár. Það að Trump verði aftur forseti þann 20. janúar bætir enn á flækjustigið varðandi málaferlin. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Talsmaður Trumps sagði í yfirlýsingu vegna vendinganna að bandarískir kjósendur hafi veitt Trump umfangsmikið umboð og í leið krafist þess að látið yrði af öllum „nornaveiðum“ gegn honum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Áður hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að Willis þyrfti að reka saksóknarann sem hélt utan um málið vegna ástarsambands þeirra. Tveir af þremur dómurum áfrýjunarnefndarinnar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum, komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki dugði til að segja saksóknaranum upp. Willis þyrfti að segja sig frá málinu. Þeir segja að eina leiðin til að endurvekja traust almennings á ferlinu sé að Willis komi ekki að því. Sjá einnig: Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Mikil óvissa ríkir nú um málaferlin gegn Trump og fjórtán bandamönnum hans í ríkinu en samkvæmt frétt New York Times er líklegt að ákvörðun dómaranna verði áfrýjað til æðra dómstigs, sem er Hæstiréttur Georgíu. Ákvörðunin gæti þó bundið enda á síðasta virka dómsmálið gegn Donald Trump. Trump var sakfelldur í þöggunarmálinu svokallaða í New York en ólíklegt að honum verði refsað í því máli, sökum þess að hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Þá er báðum málum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lokið án niðurstöðu. Þau mál snerust annarsvegar um árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 og hins vegar um leynileg skjöl sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu. Fani Willis er héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu sem er sú stærsta í ríkinu. Ólíklegt þykir að önnur sýsla þar hafi burði til að halda utan um málaferlin og verði málið fært gæti það ferli tekið mörg ár. Það að Trump verði aftur forseti þann 20. janúar bætir enn á flækjustigið varðandi málaferlin. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Talsmaður Trumps sagði í yfirlýsingu vegna vendinganna að bandarískir kjósendur hafi veitt Trump umfangsmikið umboð og í leið krafist þess að látið yrði af öllum „nornaveiðum“ gegn honum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira