„Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 18:00 Snorri Steinn segir ákveðinn létti fylgja því að hafa komið hópnum út. Vísir/Einar „Það er fínt að koma þessu frá sér að tilkynna hópinn. Núna tekur við smá bið. Ég hlakka til að fá þá í hendurnar og byrja að æfa,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sem kynnti leikmannahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í Zagreb í janúar. Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira