Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 19:03 Úlfur Einarsson er forstöðumaður Stuðla. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. Þann 19. október lést hinn sautján ára gamli Geir Örn Jacobsen í eldsvoða á Stuðlum. Tveimur dögum áður hafði hann lýst slæmu ástandi inni á meðferðarheimilinu í viðtali við Stöð 2. Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, hafði áður talað opinskátt um alvarlega stöðu á meðferðarheimilinu í Kveik á RÚV, en var sendur í leyfi frá störfum þremur dögum fyrir brunann. Úlfur er nú snúinn aftur til starfa og segir margt hafa breyst vegna þessa alvarlega atburðar. „Neyðarvistunin okkar er rekin núna með skertri afkastagetu miðað við það sem var áður. Nú höfum við bara rými fyrir fjögur börn á mun þrengra svæði en áður. En við teljum okkur hafa komið þessu þannig fyrir að aðstæður séu ásættanlegar í svona skammtímavistun,“ segir Úlfur. Unnið er að því að koma svæðinu sem brann aftur í lag.Vísir/Vilhelm Hann segir eldsvoðann hafa reynst starfsfólki erfiður. „Ég meina, hér lést skjólstæðingur. Það tekur mjög á fólk, hvort sem það var viðstatt þegar atburðurinn gerist eða ekki. Maður finnur að hópurinn tekur það mjög inn á sig,“ segir Úlfur. Aðstæður á Stuðlum eru þó enn ekki nægilegar góðar. Húsnæðið hefur ekki stækkað í takt við fjölgun þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda. Húsið var byggt fyrir tæpum þrjátíu árum. Hins vegar glíma Stuðlar við fjárskort. „Það er frekar erfitt hjá okkur núna. Þjóðinni fjölgar og þessi starfsemi þarf að taka mið af því líka,“ segir Úlfur. „Ég held það séu allir meðvitaðir um það sem koma að þessum málaflokki og vinna í honum að það þarf meira. Og ég held það sé fullur skilningur hjá þeim sem hafa með það að gera, að gera betur,“ segir Úlfur. Stuðlar eru eina neyðarvistunarúrræðið fyrir ungmenni á landinu.Vísir/Vilhelm Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þann 19. október lést hinn sautján ára gamli Geir Örn Jacobsen í eldsvoða á Stuðlum. Tveimur dögum áður hafði hann lýst slæmu ástandi inni á meðferðarheimilinu í viðtali við Stöð 2. Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, hafði áður talað opinskátt um alvarlega stöðu á meðferðarheimilinu í Kveik á RÚV, en var sendur í leyfi frá störfum þremur dögum fyrir brunann. Úlfur er nú snúinn aftur til starfa og segir margt hafa breyst vegna þessa alvarlega atburðar. „Neyðarvistunin okkar er rekin núna með skertri afkastagetu miðað við það sem var áður. Nú höfum við bara rými fyrir fjögur börn á mun þrengra svæði en áður. En við teljum okkur hafa komið þessu þannig fyrir að aðstæður séu ásættanlegar í svona skammtímavistun,“ segir Úlfur. Unnið er að því að koma svæðinu sem brann aftur í lag.Vísir/Vilhelm Hann segir eldsvoðann hafa reynst starfsfólki erfiður. „Ég meina, hér lést skjólstæðingur. Það tekur mjög á fólk, hvort sem það var viðstatt þegar atburðurinn gerist eða ekki. Maður finnur að hópurinn tekur það mjög inn á sig,“ segir Úlfur. Aðstæður á Stuðlum eru þó enn ekki nægilegar góðar. Húsnæðið hefur ekki stækkað í takt við fjölgun þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda. Húsið var byggt fyrir tæpum þrjátíu árum. Hins vegar glíma Stuðlar við fjárskort. „Það er frekar erfitt hjá okkur núna. Þjóðinni fjölgar og þessi starfsemi þarf að taka mið af því líka,“ segir Úlfur. „Ég held það séu allir meðvitaðir um það sem koma að þessum málaflokki og vinna í honum að það þarf meira. Og ég held það sé fullur skilningur hjá þeim sem hafa með það að gera, að gera betur,“ segir Úlfur. Stuðlar eru eina neyðarvistunarúrræðið fyrir ungmenni á landinu.Vísir/Vilhelm
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira