Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2024 18:22 Akureyrarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem mun kortleggja tómar íbúðir með HMS. Vísir/Tryggvi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan. „HMS mun bregðast við ábendingunum með því að efna til nánari könnunar á því hvernig notkun íbúðanna sé háttað,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu HMS segir að farið verði nánar yfir þær íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um langtímabúsetu til að áætla betur nýtingu þeirra. Í einhverjum tilfellum geti verið um ofmat á tómum íbúðum að ræða, þar sem í sumum þeirra gæti til dæmis verið fólk í langtímaleigu án skráðs leigusamnings. Í öðrum tilfellum geti verið um vanmat að ræða, þar sem HMS áætlar íbúð á hverja fjölskyldu sem er ekki með skráð lögheimili í íbúð, en sumar þessara fjölskyldna gætu búið í atvinnuhúsnæði eða sumarhúsum. HMS segir að í samstarfi við ákveðin sveitarfélög muni fara fram kortlagning. Það eru Akureyrarbær, Skagafjörður, Mýrdalshreppur og Norðurþing. Í kjölfarið mun HMS svo birta endurbætta tölfræði um nýtingu íbúða. Þróun nýs mælikvarða HMS segir að um sé að ræða nýja greiningu sem sé ætlað að áætla nýtingu íbúða. Í skýrslunni komi fram mat á „tómum“ íbúðum sem eru íbúðir sem HMS telur að séu ekki nýttar til langtímabúsetu. Þeirra á meðal eru nýjar og óseldar íbúðir, en einnig gætu þar verið um að ræða íbúðir sem nýttar eru til skammtímaútleigu og orlofsíbúðir þar sem eigendur hafa ekki fasta búsetu. Samkvæmt matinu eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu öllu sem falla undir þessa skilgreiningu. HMS segir það hluta af þróun nýrra mælikvarða eins og þessa að skoða tölurnar í samhengi við fleiri gögn til að hægt sé að átta sig á undirliggjandi ástæðum fyrir þeim niðurstöðum sem mælingarnar gefa. HMS hvetur öll sveitarfélög sem telja hugsanlegt að tölur um tómar íbúðir séu ekki í samræmi við raunverulega nýtingu húsnæðisins til að koma gögnum á framfæri við stofnunina. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
„HMS mun bregðast við ábendingunum með því að efna til nánari könnunar á því hvernig notkun íbúðanna sé háttað,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu HMS segir að farið verði nánar yfir þær íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um langtímabúsetu til að áætla betur nýtingu þeirra. Í einhverjum tilfellum geti verið um ofmat á tómum íbúðum að ræða, þar sem í sumum þeirra gæti til dæmis verið fólk í langtímaleigu án skráðs leigusamnings. Í öðrum tilfellum geti verið um vanmat að ræða, þar sem HMS áætlar íbúð á hverja fjölskyldu sem er ekki með skráð lögheimili í íbúð, en sumar þessara fjölskyldna gætu búið í atvinnuhúsnæði eða sumarhúsum. HMS segir að í samstarfi við ákveðin sveitarfélög muni fara fram kortlagning. Það eru Akureyrarbær, Skagafjörður, Mýrdalshreppur og Norðurþing. Í kjölfarið mun HMS svo birta endurbætta tölfræði um nýtingu íbúða. Þróun nýs mælikvarða HMS segir að um sé að ræða nýja greiningu sem sé ætlað að áætla nýtingu íbúða. Í skýrslunni komi fram mat á „tómum“ íbúðum sem eru íbúðir sem HMS telur að séu ekki nýttar til langtímabúsetu. Þeirra á meðal eru nýjar og óseldar íbúðir, en einnig gætu þar verið um að ræða íbúðir sem nýttar eru til skammtímaútleigu og orlofsíbúðir þar sem eigendur hafa ekki fasta búsetu. Samkvæmt matinu eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu öllu sem falla undir þessa skilgreiningu. HMS segir það hluta af þróun nýrra mælikvarða eins og þessa að skoða tölurnar í samhengi við fleiri gögn til að hægt sé að átta sig á undirliggjandi ástæðum fyrir þeim niðurstöðum sem mælingarnar gefa. HMS hvetur öll sveitarfélög sem telja hugsanlegt að tölur um tómar íbúðir séu ekki í samræmi við raunverulega nýtingu húsnæðisins til að koma gögnum á framfæri við stofnunina.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira