Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2024 23:19 Brynjar Níelsson lögmaður segist hafa áhyggjur af tjáningarfrelsinu ef flokka eigi ummæli Elds Smára um trans fólk sem hatursorðræðu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu. Brynjar Níelsson og Helga Vala Helgadóttir lögmenn ræddu tjáningarfrelsið og hatursorðræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar var grein þingmanns Miðflokksins, Snorra Mássonar, í Morgunblaðinu í dag um kæru Samtakanna ´78 á hendur Eldi Smára Kristinssonar, frambjóðanda Lýðræðisvaktarinnar, fyrir hatursorðræðu. Í greininni, sem Snorri endurbirti í dag á Facebook-síðu sinni, gagnrýnir hann harðlega kæru Samtakanna ´78. Hann vitnaði í Eld í grein sinni: „Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konur sem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“ Snorri segir að fyrir þetta hafi Eldur verið kærður til lögreglu og sakaður um hatursorðræðu. Eldur var líka kærður fyrir ýmis önnur ummæla sem má sjá neðst í greininni. Sterkar skoðanir ekki endilega hatursorðræða „Þetta er að þróast þannig að hagsmunahópar sem eru að berjast fyrir hagsmunum ákveðinna félagsmanna, og allt hið besta með það. En þegar menn eru farnir að nota sér það í stórum stíl út af einhverju svona hef ég verulega áhyggjur af tjáningarfrelsinu. Ef menn líta á það að þetta sé refsiverð háttsemi og hatursorðræða,“ segir Brynjar um þessar athugasemdir Elds. Hann segist þeirrar skoðunar að með hatursorðræðu verði fólk að vera að kynda undir ofbeldi eða ofsóknir gagnvart einhverjum hópum. „Ekki hafa bara einhverja aðra skoðun.“ Hann segir þetta alltaf vera að einhverju leyti matskennt en að hans mati sé tjáningarfrelsið svo mikilvægt að það sé ekki hægt að ganga svo langt að því. „Þá er það orðið einskis virði.“ Helga Vala Helgadóttir sagði klárt að ummælin væru hatursorðræða. Þau beindust að ákveðnum hópi.Vísir/Vilhelm Helga Vala segir mikilvægt að átta sig á því hvaða ummæli það eru sem eru kærð til lögreglunnar. Sem dæmi sé talað um að Samtökin séu að „groom-a“ börn í 5. bekk og fáni hópsins kallaður „fáni satanísks sértrúarsafnaðar sem vilji helst gelda eins mörg börn og mögulegt er“. „Öll þessi umræða beinist að einum hópi fólks,“ segir Helga Vala og að allir hljóti að geta verið sammála um að það sé minnihlutahópur. Það sé trans fólk og að um áraraðir hafi þessi einstaklingur gengið hart í umræðu gegn þessum hópi. Helga Vala segist fagna því að Samtökin ´78 taki af skarið og leiti til lögreglu með svona álitaefni. Rétta leiðin að leita til lögreglu „Það er rétti vettvangurinn til að fara. Til að láta á það reyna hvort að þessi lög sem að Alþingi hefur samþykkt, hvort að þau eiga við um þessa orðræðu sem beinist svona harkalega að ákveðnum hópi,“ segir Helga Vala. Það sé eðlilegra að fara í þann farveg í stað þess að standa í opinberu stríði við þennan einstakling. Orðræða mannsins sé meiðandi fyrir þennan hóp. „Þetta meiðir hóp af fólki sem á alveg rétt á sinni tilveru eins og hann. Þetta er ljótt og ég skil ekki í nýjum þingmanni að vera að verja þetta,“ segir Helga Vala og á þá við Snorra Másson. Brynjar segist ekki sammála því að athugasemdir Elds séu hatursorðræða. „Þetta er auðvitað bara hörð gagnrýni og menn geta haft einhverja skoðun á því en það er ekki það sama og hatursorðræða sem á að vera refsiverð í mínum huga.“ Á vondum stað Brynjar segir að þarna verði að greina á milli og menn verði að geta borið ábyrgð á orðum sínum, orðin geti verið ærumeiðandi. „En ef menn ætla að fara að taka alla svona harða gagnrýni og gera hana að refsiverðri hatursorðræðu, þá erum við komin á vondan stað.“ Brynjar segir ekkert að því að fólk hafi skoðun á því að það sé „verið að hringja með ólögráða einstaklinga“. Það þurfi ekki að vera hatursorðræða. Helga Vala greip þá inn og sagði Brynjari ekki að láta svona. Þetta séu ekki venjuleg skoðanaskipti. Það sé skilgreining á hatursorðræðu í lögunum. „Það er verið að saka þarna hóp af saklausu fólki um að vera kynferðisbrotamenn,“ segir Helga Vala og að bara það sé refsivert. Brynjar segir það ærumeiðingu ekki hatursorðræðu. Helga Vala bendir þá á að þessar árásir mannsins séu ekki einstakt tilfelli heldur hafi þær átt sér stað um árabil. Helga Vala segir þetta hatursorðræðu því þetta beinist að ákveðnum hópi . Brynjar segir mikilvægt að það sé farið varlega í þetta því tjáningarfrelsið sé svo mikilvægt. Hægt er að hlusta á umræðurnar hér að ofan en það sauð aðeins upp úr á milli þeirra Helgu og Brynjars undir lokin. Ummælin sem Eldur er kærður fyrir Hér fyrir neðan má lesa ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir. Ummæli tvö og þrjú hafa verið þýdd yfir á íslensku úr ensku. Lesa má þau ummæli á frummálinu í sjálfri kærunni sem er neðst í fréttinni: 19. nóvember 2022: „Það er okkar upplýsta skoðun að hér átti að greiða götur kynjafræðinga og trans öfgasinna til að gera ólögráða börn að lyfjaþrælum fyrir lífstíð.“ 1. júní 2023: „Það er þessi mánuður aftur, fólk. Nú munu öll stórfyrirtækin breyta lógóum sínum til að friða alla litlu führer-ana í réttmætingarsértrúarsöfnuðinum og við munum ekkert heyra annað en trans, trans, trans, translesbíur, stelputyppi þetta og hitt og allt í nafni fjölbreytni og samúðar. Þau elska 1939-Berlínar-stíls-innréttingar er það ekki?“ 29. ágúst 2023: „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ 2. apríl 2024: „Þessi „löngun“ er kynferðislegt blæti sem kallast „autogynephilia“ á ensku, en ég hef sjálfur íslenskað hugtakið í „kvensjálfsímyndunarblæti“. Þegar karlmenn eru farnir að nota UNGABÖRN til þess að sinna kynferðislegum pervertskap sínum, þá erum við kominn í algjöra botnleðju. Hversu djúp er hún og hversu meðvirkt er samfélagið til í að vera!?“ 3. apríl 2024: „Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konur sem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“ 9. apríl 2024: „Af hverju eru Samtökin '78 að grooma 10 ára krakka í 5.bekk? Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt?“ 8. maí 2024: „Sumir láta sér ekki nægja að koma fram fyrir þjóð sína, heldur veifa fána satanísks sertrúarsafnaðar sem vill helst gelda eins mörg börn og mögulegt er. #FreakShow #Eurovision2024 #12stig“ Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík síðdegis Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Brynjar Níelsson og Helga Vala Helgadóttir lögmenn ræddu tjáningarfrelsið og hatursorðræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar var grein þingmanns Miðflokksins, Snorra Mássonar, í Morgunblaðinu í dag um kæru Samtakanna ´78 á hendur Eldi Smára Kristinssonar, frambjóðanda Lýðræðisvaktarinnar, fyrir hatursorðræðu. Í greininni, sem Snorri endurbirti í dag á Facebook-síðu sinni, gagnrýnir hann harðlega kæru Samtakanna ´78. Hann vitnaði í Eld í grein sinni: „Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konur sem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“ Snorri segir að fyrir þetta hafi Eldur verið kærður til lögreglu og sakaður um hatursorðræðu. Eldur var líka kærður fyrir ýmis önnur ummæla sem má sjá neðst í greininni. Sterkar skoðanir ekki endilega hatursorðræða „Þetta er að þróast þannig að hagsmunahópar sem eru að berjast fyrir hagsmunum ákveðinna félagsmanna, og allt hið besta með það. En þegar menn eru farnir að nota sér það í stórum stíl út af einhverju svona hef ég verulega áhyggjur af tjáningarfrelsinu. Ef menn líta á það að þetta sé refsiverð háttsemi og hatursorðræða,“ segir Brynjar um þessar athugasemdir Elds. Hann segist þeirrar skoðunar að með hatursorðræðu verði fólk að vera að kynda undir ofbeldi eða ofsóknir gagnvart einhverjum hópum. „Ekki hafa bara einhverja aðra skoðun.“ Hann segir þetta alltaf vera að einhverju leyti matskennt en að hans mati sé tjáningarfrelsið svo mikilvægt að það sé ekki hægt að ganga svo langt að því. „Þá er það orðið einskis virði.“ Helga Vala Helgadóttir sagði klárt að ummælin væru hatursorðræða. Þau beindust að ákveðnum hópi.Vísir/Vilhelm Helga Vala segir mikilvægt að átta sig á því hvaða ummæli það eru sem eru kærð til lögreglunnar. Sem dæmi sé talað um að Samtökin séu að „groom-a“ börn í 5. bekk og fáni hópsins kallaður „fáni satanísks sértrúarsafnaðar sem vilji helst gelda eins mörg börn og mögulegt er“. „Öll þessi umræða beinist að einum hópi fólks,“ segir Helga Vala og að allir hljóti að geta verið sammála um að það sé minnihlutahópur. Það sé trans fólk og að um áraraðir hafi þessi einstaklingur gengið hart í umræðu gegn þessum hópi. Helga Vala segist fagna því að Samtökin ´78 taki af skarið og leiti til lögreglu með svona álitaefni. Rétta leiðin að leita til lögreglu „Það er rétti vettvangurinn til að fara. Til að láta á það reyna hvort að þessi lög sem að Alþingi hefur samþykkt, hvort að þau eiga við um þessa orðræðu sem beinist svona harkalega að ákveðnum hópi,“ segir Helga Vala. Það sé eðlilegra að fara í þann farveg í stað þess að standa í opinberu stríði við þennan einstakling. Orðræða mannsins sé meiðandi fyrir þennan hóp. „Þetta meiðir hóp af fólki sem á alveg rétt á sinni tilveru eins og hann. Þetta er ljótt og ég skil ekki í nýjum þingmanni að vera að verja þetta,“ segir Helga Vala og á þá við Snorra Másson. Brynjar segist ekki sammála því að athugasemdir Elds séu hatursorðræða. „Þetta er auðvitað bara hörð gagnrýni og menn geta haft einhverja skoðun á því en það er ekki það sama og hatursorðræða sem á að vera refsiverð í mínum huga.“ Á vondum stað Brynjar segir að þarna verði að greina á milli og menn verði að geta borið ábyrgð á orðum sínum, orðin geti verið ærumeiðandi. „En ef menn ætla að fara að taka alla svona harða gagnrýni og gera hana að refsiverðri hatursorðræðu, þá erum við komin á vondan stað.“ Brynjar segir ekkert að því að fólk hafi skoðun á því að það sé „verið að hringja með ólögráða einstaklinga“. Það þurfi ekki að vera hatursorðræða. Helga Vala greip þá inn og sagði Brynjari ekki að láta svona. Þetta séu ekki venjuleg skoðanaskipti. Það sé skilgreining á hatursorðræðu í lögunum. „Það er verið að saka þarna hóp af saklausu fólki um að vera kynferðisbrotamenn,“ segir Helga Vala og að bara það sé refsivert. Brynjar segir það ærumeiðingu ekki hatursorðræðu. Helga Vala bendir þá á að þessar árásir mannsins séu ekki einstakt tilfelli heldur hafi þær átt sér stað um árabil. Helga Vala segir þetta hatursorðræðu því þetta beinist að ákveðnum hópi . Brynjar segir mikilvægt að það sé farið varlega í þetta því tjáningarfrelsið sé svo mikilvægt. Hægt er að hlusta á umræðurnar hér að ofan en það sauð aðeins upp úr á milli þeirra Helgu og Brynjars undir lokin. Ummælin sem Eldur er kærður fyrir Hér fyrir neðan má lesa ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir. Ummæli tvö og þrjú hafa verið þýdd yfir á íslensku úr ensku. Lesa má þau ummæli á frummálinu í sjálfri kærunni sem er neðst í fréttinni: 19. nóvember 2022: „Það er okkar upplýsta skoðun að hér átti að greiða götur kynjafræðinga og trans öfgasinna til að gera ólögráða börn að lyfjaþrælum fyrir lífstíð.“ 1. júní 2023: „Það er þessi mánuður aftur, fólk. Nú munu öll stórfyrirtækin breyta lógóum sínum til að friða alla litlu führer-ana í réttmætingarsértrúarsöfnuðinum og við munum ekkert heyra annað en trans, trans, trans, translesbíur, stelputyppi þetta og hitt og allt í nafni fjölbreytni og samúðar. Þau elska 1939-Berlínar-stíls-innréttingar er það ekki?“ 29. ágúst 2023: „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ 2. apríl 2024: „Þessi „löngun“ er kynferðislegt blæti sem kallast „autogynephilia“ á ensku, en ég hef sjálfur íslenskað hugtakið í „kvensjálfsímyndunarblæti“. Þegar karlmenn eru farnir að nota UNGABÖRN til þess að sinna kynferðislegum pervertskap sínum, þá erum við kominn í algjöra botnleðju. Hversu djúp er hún og hversu meðvirkt er samfélagið til í að vera!?“ 3. apríl 2024: „Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konur sem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“ 9. apríl 2024: „Af hverju eru Samtökin '78 að grooma 10 ára krakka í 5.bekk? Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt?“ 8. maí 2024: „Sumir láta sér ekki nægja að koma fram fyrir þjóð sína, heldur veifa fána satanísks sertrúarsafnaðar sem vill helst gelda eins mörg börn og mögulegt er. #FreakShow #Eurovision2024 #12stig“
Ummælin sem Eldur er kærður fyrir Hér fyrir neðan má lesa ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir. Ummæli tvö og þrjú hafa verið þýdd yfir á íslensku úr ensku. Lesa má þau ummæli á frummálinu í sjálfri kærunni sem er neðst í fréttinni: 19. nóvember 2022: „Það er okkar upplýsta skoðun að hér átti að greiða götur kynjafræðinga og trans öfgasinna til að gera ólögráða börn að lyfjaþrælum fyrir lífstíð.“ 1. júní 2023: „Það er þessi mánuður aftur, fólk. Nú munu öll stórfyrirtækin breyta lógóum sínum til að friða alla litlu führer-ana í réttmætingarsértrúarsöfnuðinum og við munum ekkert heyra annað en trans, trans, trans, translesbíur, stelputyppi þetta og hitt og allt í nafni fjölbreytni og samúðar. Þau elska 1939-Berlínar-stíls-innréttingar er það ekki?“ 29. ágúst 2023: „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ 2. apríl 2024: „Þessi „löngun“ er kynferðislegt blæti sem kallast „autogynephilia“ á ensku, en ég hef sjálfur íslenskað hugtakið í „kvensjálfsímyndunarblæti“. Þegar karlmenn eru farnir að nota UNGABÖRN til þess að sinna kynferðislegum pervertskap sínum, þá erum við kominn í algjöra botnleðju. Hversu djúp er hún og hversu meðvirkt er samfélagið til í að vera!?“ 3. apríl 2024: „Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konur sem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“ 9. apríl 2024: „Af hverju eru Samtökin '78 að grooma 10 ára krakka í 5.bekk? Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt?“ 8. maí 2024: „Sumir láta sér ekki nægja að koma fram fyrir þjóð sína, heldur veifa fána satanísks sertrúarsafnaðar sem vill helst gelda eins mörg börn og mögulegt er. #FreakShow #Eurovision2024 #12stig“
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík síðdegis Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira